„Meðal mikilvægustu verkfæra unga fólksins okkar, sem móta mun framtíð samfélagsins, eru samvinnuhæfni, frumkvæði, skapandi hugsun og það að geta unnið með upplýsingar og tækni á fjölbreyttan hátt. Fjórða iðnbyltingin krefur okkur með sínum öru samfélags- og tæknibreytingum um nýja nálgun á ýmis kerfi, þar með talið menntun og starfþjálfun af öllu tagi.“
Þetta skrifar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í grein í Morgunblaðinu 11. janúar.
Lilja Dögg ræsti hugmynda- og uppfinningakeppni nemendum efstu bekkja grunnsóla, deginum áður, sem er ætlað að raungera og útfæra hugmyndir sínar. Verkefnið er unnið í samstarfi Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Ríkisútvarpsins og framkvæmt með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Verksmiðjan er stafræn og til húsa á slóðinni ungruv.is/verksmidjan.
„Ég er bjartsýn á að grunnskólanemendur muni taka Verksmiðjunni fagnandi og hún muni opna hug þeirra, og foreldranna, fyrir þeim möguleikum sem fólgnir eru í fjölbreyttu námsframboði hér á landi,“ skrifar Lilja Dögg.
Sjá nánar: ungruv.is/verksmidjan
Grein Lilju Alfreðsdóttur má lesa hér.
Categories
Stafræn verksmiðja
15/01/2019
Stafræn verksmiðja