Categories
Fréttir

Stefán Vagn hlaut flest at­kvæði

Stefán Vagn Stef­áns­son, for­seti sveit­ar­stjórn­ar Skaga­fjarðar, hlaut 580 at­kvæði í odd­vita­sæti lista fram­sókn­ar­manna í Norðvest­ur­kjör­dæmi fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar sem fram fara í haust. Taln­ingu at­kvæða í póst­kosn­ingu lauk í dag.

Deila grein

21/03/2021

Stefán Vagn hlaut flest at­kvæði

Stefán Vagn Stef­áns­son, for­seti sveit­ar­stjórn­ar Skaga­fjarðar, hlaut 580 at­kvæði í odd­vita­sæti lista fram­sókn­ar­manna í Norðvest­ur­kjör­dæmi fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar sem fram fara í haust. Taln­ingu at­kvæða í póst­kosn­ingu lauk í dag.

Alls gáfu tíu kost á sér í kosn­ing­unni, en kosið var um fimm efstu sæti list­ans fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar. Á kjör­skrá voru 1.995 og var kosn­ingaþátt­taka 58%.

Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dótt­ir, formaður Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna, hlaut 439 at­kvæði í fyrsta og annað sæti.

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir þingmaður hlaut 418 at­kvæði í fyrsta til þriðja sæti og Friðrik Már Sig­urðsson, verk­efna­stjóri og sveit­ar­stjórn­ar­full­trúi í Húnaþingi vestra, hlaut 526 at­kvæði í fyrsta til fjórða sæti.

Þá hlaut Iða Marsi­bil Jóns­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar í Vest­ur­byggð, 563 at­kvæði í fyrsta til fimmta sæti.

Aðrir í fram­boði voru:

Guðveig Eygló­ar­dótt­ir, sveit­ar­stjórn­ar­maður í Borg­ar­byggð.
Gunn­ar Tryggvi Hall­dórs­son, sveit­ar­stjórn­ar­maður á Blönduósi.
Gunn­ar Ásgríms­son, há­skóla­nemi á Sauðár­króki.
Ragn­heiður Ingi­mund­ar­dótt­ir, versl­un­ar­maður í Stranda­byggð.
Tryggvi Gunn­ars­son, skip­stjóri frá Flat­ey.