Categories
Fréttir

Sterkari Framsókn – 108 sveitarstjórnarfulltrúar – sigurvegarar kosninganna

Deila grein

01/06/2022

Sterkari Framsókn – 108 sveitarstjórnarfulltrúar – sigurvegarar kosninganna

Við í Framsókn erum gríðarlega þakklát og auðmjúk yfir sigri okkar í sveitarstjórnarkosningunum. Við þökkum kjósendum kærlega fyrir stuðninginn og erum stolt af kosningabaráttunni. Er afar ánægjulegt að við skyldum ná að bæta eins mikið við fulltrúafjölda okkar í sveitarstjórnum um land allt.

Af B-listum Framsóknar voru kjörnir alls 69 sveitarstjórnarfulltrúar og hafa aldrei verið fleiri í annan tíma. Framsókn bætir við sig yfir landið allt af B-listum 23 sveitarstjórnarfulltrúum. Af blönduðum framboðum voru síðan kjörnir alls 38 sveitarstjórnfulltrúar, flokksbundnir í Framsókn. Þetta gerir samantekið alls 108 sveitarstjórnarfulltrúa um land allt.

Sigrarnir voru víðsvegar um landið

Stórsigur var í höfuðborginni Reykjavík þar sem Framsókn fékk 4 borgarfulltrúa kjörna og hefur aldrei átt fleiri fulltrúa i borgarstjórn. Framsókn fékk alls 11.227 atkvæði eða 18,73%.

  • Reykjavík – 11.227 atkv. 4 fulltrúar eða 18,73% – +15,56%

Á höfuðborgarsvæðinu öllu var fjölgun sveitarstjórnarfulltrúa Framsóknar. Þar ber hæst stórsigur í Mosfellsbæ en þar fékk Framsókn 4 fulltrúa kjörna í bæjarstjórnina með 32,20% atkv. Það eru 12 ár frá því Framsókn átti síðast fulltrúa í bæjarstjórninni, kjörtímabilið 2006-2010. Í Kópavogi og í Hafnarfirði bætti Framsókn við einum bæjarfulltrúa í hvoru sveitarfélaganna. Í Garðabæ fékk B-listi Framsóknar á ný fulltrúa í bæjarstjórn, en síðast hlaut B-listi kjörna fulltrúa í kosningunum 2002, er kjörnir voru 2 bæjarfulltrúar með 26,64% atkv.

  • Kópavogur – 2.489 atkv. 2 fulltrúar eða 15,16% – +6,99%
  • Garðabær – 1.116 atkv. 1 fulltrúi eða 13,06% – +9,99%
  • Hafnarfjörður – 1.750 atkv. 2 fulltrúar eða 13,67% – +5,64%
  • Mosfellsbær – 1.811 atkv. 4 fulltrúar eða 32,2% – +29,26%

Í Norðvesturkjördæmi ber hæst hreinn meirihluti Framsóknar í Borgarbyggð, en þar hlaut Framsókn 49,66% atkv. Á Akranesi var bæting og einn bæjarfulltrúi til, alls hlut Framsókn 35,63% atkv. og 3 sveitarstjórnarmenn. Í nýju sameinuðu sveitarfélagi Blönduós og Húnavatshrepps fékk B-listinn 3 sveitarstjórnarfulltrúa eða 31,72% atkv.

  • Akranes – 1.208 atkv. 3 fulltrúar eða 35,63% – +13,84%
  • Borgarbyggð – 947 atkv. 5 fulltrúar eða 49,66% – +13,47%
  • Ísafjarðarbær – 473 atkv. 2 fulltrúar eða 24,39% – +1,96%
  • Húnaþing vestra – 217 atkv. 3 fulltrúar eða 34,61% – -20,1%
  • Blönduós/Húnavatnahreppur – 249 atkv. 3 fulltrúar eða 31,72% – +31.72%
  • Skagafjörður – 732 atkv. 3 fulltrúar eða 32,35% – -1.7%

Í Norðausturkjördæmi ber hæst hreinn meirihluti Framsóknar og óháðra á Vopnafirði, fékk 4 sveitarstjórnarfultrúa kjörna eða 50,67% atkv. Í Múlaþingi og í Fjarðabyggð bætti Framsókn við sig einum fulltrúa í hvoru sveitarfélaganna.

  • Dalvíkurbyggð – 240 atkv. 2 fulltrúar eða 23,51% – -19,4%
  • Akureyri – 1.550 atkv. 2 fulltrúar eða 17% – -0.53%
  • Norðurþing – 489 atkv. 3 fulltrúar eða 31,61% – +5,22%
  • Vopnafjörður – 190 atkv. 4 fulltrúar eða 50,67% – +13.35%
  • Fjarðabyggð – 695 atkv. 3 fulltrúar eða 30% – +6,41%
  • Múlaþing – 587 atkv. 3 fulltrúar eða 25,09% – +5,92%

Í Suðurkjördæmi ber hæst hreinn meirihluti í Mýrdalshreppi, 3 sveitarstjórnarfulltrúar með 53,31% atkv. B-listi Framfarasinna í Ölfusi bauð nú fram að nýju og hlut 2 sveitarstjórnarfulltrúa með 30,46% atkv. Í Hveragerði fékk B-listinn 2 sveitarstjórnarfulltrúa kjörna með 27,54% atkv. Í Reykjanesbæ bættist við einn bæjarfulltrúi til, 3 sveitarstjórnarfulltrúar kjörnir með 22,64% atkv.

  • Hornafjörður – 381 atkv. 2 fulltrúar eða 31,67% – -24%
  • Mýrdalshreppur 193 atkv. 3 fulltrúar eða 53,31% – +53,31%
  • Rangárþing eystra 378 atkv. 3 fulltrúar eða 36,31% – -0,06%
  • Árborg 956 atkv. 2 fulltrúar eða 19,33% – +3,85%
  • Hveragerði 480 atkv. 2 fulltrúar eða 27,54% – +13%
  • Ölfus 381 atkv. 2 fulltrúar eða 30,46% – +30,46%
  • Grindavík 324 atkv. 1 fulltrúi eða 20,24 – +6,42%
  • Suðurnesjabær 304 atkv. 2 fulltrúar eða 18,88% – +2,38%
  • Reykjanesbær 1.536 atkv. 3 fulltrúar eða 22,64% – +8,72%