Categories
Fréttir

Stjórnmálaályktun kjördæmisþings framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi

Deila grein

14/10/2015

Stjórnmálaályktun kjördæmisþings framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi

logo-framsokn-gluggiKjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 lýsir ánægju með góðan árangur sem náðst hefur í stjórn landsmála á þeim rúmu tveimur árum frá því að ný ríkisstjórn tók við völdum undir forsæti Framsóknarflokksins. Flestir mælikvarðar sem stuðst er við, til að vega og meta hagsæld þjóða, stefna upp á við. Þeirri stöðu hefur verið náð með forystu Framsóknarflokksins sem hefur haldið fast í gildi sín sem frjálslyndur félagshyggjuflokkur.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 hvetur Framsóknarmenn til að halda á lofti þessum góða árangri. Almenn ánægja ríkir um leiðréttingu húsnæðislána og nú liggur fyrir áætlun um afnám hafta. Afnema skal verðtryggingu af neytendalánum.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 hvetur ríkisstjórnina til að vinna áfram að málefnum hinna dreifðu byggða. Ljúka skal við uppbyggingu háhraðanets, þriggja fasa rafmagns auk annarar grunnþjónustu sem krafist er í nútímasamfélag. Kjördæmisþingið hvetur ríkisstjórnina til að flytja verkefni á landsbyggðina og fjölga þar opinberum störfum.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 leggur áherslu á mikilvægi þess að endurskoða tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Aukin verkefni hafa verið færð til sveitarfélaga frá ríkinu án þess að nægjanlegir fjármunir hafi fylgt með þeim. Sveitarstjórnir eru mikilvægar sínu nærumhverfi og auka þarf völd þeirra til ákvarðanatöku á sínum málum.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 leggur þunga áherslu á umferðaöryggi og viðhald vega svo að allir komist um landið með öruggum og greiðum hætti. Viðhald vega er farið að slaga upp í stofnkostnað. Hefja skal byggingu á nýrri brú yfir Ölfusá hjá Selfossi eigi síðar en 2017.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 bendir á að viðhaldi og uppbyggingu hafna er ábótavant og nauðsynlegar úrbætur brýnar, s.s. á Suðurnesjum og uppbygging Þorlákshafnar sem inn- og útflutningshafnar. Brýnt er að halda áfram rannsóknum við Hornafjörð og Landeyjarhöfn. Tryggja öruggar samgöngur til Vestmannaeyja með nýja ferju sem stenst nútímakröfur farþega, hvort sem hún siglir til Landeyjarhafnar eða Þorlákshafnar.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 hvetur ríkisstjórnina til að standa vörð um flugvelli innanlands og áframhaldandi uppbyggingu þeirra þar sem þeir gegna mikilvægu hlutverki á sviði almannavarna, samgangna og dreifingu ferðamanna um landið. Mikilvægt er að ekki verði hróflað við Reykjavíkurflugvelli, og að opnaðar verði fleiri gáttir inn í landið, eins og á Egilsstöðum.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 leggur áherslu á trausta heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Efla þarf grunnþjónustu í heilbrigðismálum kjördæmisins, s.s. heilsugæslu, geðheilbrigðisþjónustu, uppbyggingu hjúkrunarheimila og fjölbreyttari úrræða í þjónustu við aldraða. Hækka þarf lífeyrisgreiðslur til aldraðra og öryrkja til samræmis við lágmarkslaun. Jafnframt þarf að lækka lyfjakostnað þeirra verulega. Nýr Landspítali verði byggður á betri stað.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 leggur áherslu á að fundnar verði leiðir til að efla næringarvitund í átt að bættri lýðheilsu, með því að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttum. Góð lýðheilsa er beinn sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 lýsir yfir fullum stuðningi við nýtt húsnæðiskerfi sem félags- og húsnæðismálaráðherra hefur kynnt, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 2.64 m.kr í uppbyggingu félagslegs húsnæði og í nýtt húsnæðiskerfi. Nýtt fyrirkomulag að bæta hag heimilanna með meiri stuðning við lágtekjufólk, auknu framboði á ódýrum og hagkvæmum íbúðum og bættri stöðu leigjenda og leigusala. Tillögurnar byggja á löngu samstarfsferli og viljayfirlýsingu stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins frá síðasta vori sem lágu til grundvallar því að kjarasamningar til langs tíma náðust. Öruggt húsnæði er ein af grundvallarþörfum landsmanna. Þingið skorar á alla stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi að sameinast um að ná tillögunni fram á yfirstandandi þingi.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 lýsir áhyggjum yfir þeirri manneklu sem lögreglan í Suðurkjördæmi glímir við og hvetur ríkisstjórnina til að auka fjármagn til löggæslunnar svo tryggja megi öryggi íbúa og ferðamanna betur en nú er.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 leggur áherslu á að menntasetur í kjördæminu verði efld og þeim tryggður rekstrargrundvöllur. Það er nauðsynlegt að gera fólki kleift að stunda nám heima í héraði. Þingið hvetur stjórnvöld til að standa vörð um starf Íþróttakennaraháskóla Íslands á Laugarvatni.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 hvetur stjórnvöld til að stuðla að aukinni matvælaframleiðslu. Hagræðing í matvælaframleiðslu hefur skilað neytendum miklu á undanförnum árum, en hún má ekki verða á kostnað eðlilegrar samkeppni.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 telur mikilvægt að halda áfram að auka hagsæld íbúa þessa lands með hagkvæmni og hugvitsemi í veiðum og vinnslu til að hámarka tekjur þjóðarbúsins af nýtingu sameiginlegra auðlinda. Sjávarútvegurinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna í að auka byggðafestu víða um land. Ábyrgðin er mikil og ber greininni skylda til að huga að samfélagslegri þátttöku sinni í því samhengi. Mikilvægt er að ákveðinn hluti veiðileyfagjalds skili sér í hafnarbótasjóð og fari til viðhalds og hafnarmannvirkja. Þá hvetur þingið stjórnvöld til að tryggja sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum hafsins.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 leggur áherslu á að hlúð verði að nýsköpun og atvinnuuppbyggingu í kjördæminu. Þingið hvetur til að vandað verði til uppbyggingar í ferðaþjónustu og mikilvægt sé að finna gjaldtöku af ferðamönnum góðan farveg. Blönduð leið getur verið heppileg til að fjármunir skili sér til uppbyggingar fyrir bæði ríki og sveitarfélög.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 minnir á að standa beri vörð um náttúru Íslands. Um leið er rétturinn tryggður til að njóta hennar. Mikilvægt er að huga að sjálfbærri nýtingu til heilla fyrir samfélagið allt og komandi kynslóðir. Þingið fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um aukna kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu og hvetur til þess að sem fyrst verði hafist handa við að vinna eftir þeim áformum. Í náttúruverndarlögum verði heimilt að taka bílastæðagjald og endurskoða ákvæði laganna um frjálsa för ferðamanna. Herða þarf reglugerðir um fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 vill að Landsbankinn verði samfélagsbanki í eigu þjóðarinnar með það markmiði að þjóna samfélaginu í stað þess að hámarka hagnað. Til að bregðast við fákeppni á bankamarkaði er nauðsynlegt að Landsbankinn hafi þann tilgang að bjóða góða þjónustu á bestu kjörum til að efla samkeppni í bankaþjónustu á landsvísu.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 skorar á alþingismenn flokksins í kjördæminu að fylgja eftir tillögu frá síðasta flokksþingi um að leggja niður erfðafjárskatt.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 bendir á að með aukningu umferðar um landið er ljóst að aðstoð og hjálp björgunarsveita og lögreglu er ört vaxandi. Við þessu þarf að bregðast, til dæmis með að skilda allar bílaleigur og ferðaskrifstofur til að tryggja sig og bílinn eða leigutaka fyrir leitarkostnaði.