25. Kjördæmisþing Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi haldið í Suðurnesjabæ 5. apríl 2025 skorar á ríkisstjórnina að endurskoða þegar verklag við breytingar á sköttum eða skattahækkunum.
Breytingar og hækkanir á sköttum geta haft víðtæk áhrif á atvinnulíf um allt land og mikilvægt að samráð sé haft við sveitarfélög landsins. Sveitarfélög eiga mikið undir að ríkið kollvarpi ekki atvinnugreinum og raski þannig lífskjörum heilu byggðarlaganna með óvandvirkum vinnubrögðum.
***
25. Kjördæmisþing Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi haldið í Suðurnesjabæ 5. apríl 2025 skorar á ríkisstjórnina að stórefla samstarf og samráð við sveitarfélögin í landinu og bera virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétt þeirra og hagsmunum íbúa þeirra.
***