Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður, sagði í umræðu um „framtíð félagslegs húsnæðis“ á Alþingi í liðinni viku að nauðsynlegt væri að skilgreina ábyrgð sveitarfélaganna þegar kemur að því að tryggja framboð félagslegs húsnæðis sem og annars húsnæðis.
„Það liggur fyrir að sveitarfélögin þurfa að tryggja að byggt verði nóg þannig að framboð á húsnæði, og þá líka félagslegu húsnæði, verði nægjanlegt. Sveitarfélögin mega ekki vera dragbítur í baráttunni við húsnæðisvandann,“ sagði Hafdís Hrönn.
Nefndi hún sem dæmi Reykjavíkurborg sem hefur lýsir því yfir að 1.000 íbúðum verði úthlutað í ár þegar þörfin er rúmlega 4.000.
„Það þarf að spýta í lófana ef stefnan er að bæta húsnæðismarkaðinn og stuðla að betri framtíð hans í heild.“
Sagði hún mikilvægt að tryggja framboðið og dreifa því þvert yfir landið en einnig mætti horfa til frekari útvíkkunar á hlutdeildarlánunum sem komið var á fót fyrir tilstilli Framsóknar á síðasta kjörtímabili.