Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, ræddi í störfunum vinnuna er fer fram í fastanefndum Alþingis og að birtingarmynd þeirri komi ekki augljóslega fram í gegnum þingfundi og sýni ekki nema örlítið brot af starfi Alþingis.
„Í fastanefndum þingsins er unnið allan starfstíma þingsins og raunar einnig utan hans. Síðustu vikur hafa margar nefndir nýtt hverja einustu mínútu sem þeim er úthlutað til starfa og þess má geta að þær nefndir sem ég starfa í, allsherjar- og menntamálanefnd og velferðarnefnd, hafa hvor um sig haldið nálægt 80 fundi í vetur og þar er samvinnan góð.“
„Framsögumenn mála funda líka formlega og óformlega við vinnslu mála, enda er hlutverk þeirra að vinna að og stýra athugun máls fyrir hönd nefndarinnar, gera tillögu um afgreiðslu þess og drög að nefndaráliti þegar athugun er lokið. Þar reynir á alls vega samvinnu,“ sagði Líneik Anna.
„Ég vil nota tækifærið hér og þakka öllu því fólki sem sendir nefndum þingsins umsagnir varðandi þingmál og er tilbúið að koma fyrir nefndir og aðstoða þar með þingmenn við að upplýsa og dýpka þekkingu á þeim málum sem þingmenn og ráðherrar leggja fyrir þingið og öðrum málum sem til umfjöllunar eru hverju sinni. Þá vil ég þakka nefndarriturum og öðrum starfsmönnum nefndasviðs sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig þegar verið er að draga saman sjónarmið í nefndarálit og breytingartillögur eftir margra vikna og mánaða vinnu við að afla upplýsinga og jafnvel umfjöllun á fleiri en einu þingi,“ sagði Líneik Anna að lokum.
Ræða Líneikar Önnu í heild sinni á Alþingi:
„Virðulegi forseti. Til hamingju með daginn. 19. júní er merkisdagur og þá er þarft að rifja upp að vinnan að jafnrétti er viðvarandi verkefni og aldrei má sofna á verðinum og tek ég undir orð fyrri ræðumanna um þennan merkisdag.
En hér ætla ég að ræða störf þingsins og einkum störf nefndanna. Myndin sem birtist af þingstörfunum í gegnum þingfundi sýnir ekki nema örlítið brot af starfi Alþingis. Í fastanefndum þingsins er unnið allan starfstíma þingsins og raunar einnig utan hans. Síðustu vikur hafa margar nefndir nýtt hverja einustu mínútu sem þeim er úthlutað til starfa og þess má geta að þær nefndir sem ég starfa í, allsherjar- og menntamálanefnd og velferðarnefnd, hafa hvor um sig haldið nálægt 80 fundi í vetur og þar er samvinnan góð. Framsögumenn mála funda líka formlega og óformlega við vinnslu mála, enda er hlutverk þeirra að vinna að og stýra athugun máls fyrir hönd nefndarinnar, gera tillögu um afgreiðslu þess og drög að nefndaráliti þegar athugun er lokið. Þar reynir á alls vega samvinnu.
Ég vil nota tækifærið hér og þakka öllu því fólki sem sendir nefndum þingsins umsagnir varðandi þingmál og er tilbúið að koma fyrir nefndir og aðstoða þar með þingmenn við að upplýsa og dýpka þekkingu á þeim málum sem þingmenn og ráðherrar leggja fyrir þingið og öðrum málum sem til umfjöllunar eru hverju sinni. Þá vil ég þakka nefndariturum og öðrum starfsmönnum nefndasviðs sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig þegar verið er að draga saman sjónarmið í nefndarálit og breytingartillögur eftir margra vikna og mánaða vinnu við að afla upplýsinga og jafnvel umfjöllun á fleiri en einu þingi.“