Þjóðólfur er tímarit sem gefið er út í Suðurkjördæmi. Blaðið kom út í mars 2013 og í því eru viðtöl og greinar eftir frambjóðendur Framsóknar í kjördæminu. Blaðinu var dreift á öll heimili og fyrirtæki í kjördæminu.
Þess má geta að í því er sérstaklega skemmtileg umfjöllun um sveitir kjördæmisins sem kallast “Blessuð sértu sveitin mín” þar sem forsvarsmenn sveitarfélaga segja stuttlega frá sínu sveitarfélagi.