Kjörstjórn hefur ákveðið vegna heimsfaraldursins af völdum Covid-19 sem orsakað hefur erfiðleika við framkvæmd prófkjörs í kjördeildum að fresta kosningunni til 19. júní 2021. Frestunin byggir á heimild í 47. gr. X. kafla í reglum um lokað prófkjör.
Eftirfarandi breytingar verða á dagsetningum: Framboðsfrestur (til þátttöku í prófkjörinu) er til föstudagsins 4. júní 2021 kl. 12.00 á hádegi þ.e. 15 dögum fyrir kjördag.
Kjörskrá verður gerð samkvæmt félagatali 20. maí 2021, eða 30 dögum fyrir kjördag.
Frestur til skráningar í Framsóknarflokkinn er til miðnættis 19. maí 2021.
Framboðum skal skila til formanns kjörstjórnar, Magneu Herborgar Björnsdóttur, á netfangið maggahb58@gmail.com
Formaður veitir einnig frekari upplýsingar um prófkjörið. Kosið verður um fimm efstu sæti listans. Sjá nánar inn á www.framsokn.is
Stjórn KSFS óskar eftir öflugu og áhugasömu fólki á framboðslista Framsóknar í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.