Categories
Fréttir

Vegleg gjöf til Framsóknarflokksins

Deila grein

29/08/2017

Vegleg gjöf til Framsóknarflokksins

Hér er mynd af Eggerti B. Ólafssyni, syni Ólafs H. Bjarnasonar, fóstursonar Þorsteins Jónssonar er starfaði sem kaupfélagsstjóri í Hermes á Búðareyri við Reyðarfjörð á árunum 1917-61.
Á heimili Ólafs var Tíminn alltaf keyptur. Ólafur hóf svo að binda blöðin inn í kringum árið 1970. Við flutninga í minna húsnæði ákvað Eggert B. Ólafsson að færa Framsóknarflokknum þetta að gjöf.
Við afhendingu í morgun sagði Eggert að sárt væri að láta þetta af hendi, en að gott væri að vita af þessu í öruggum höndum.
Framsóknarflokkurinn þakkar Eggerti og fjölskyldu kærlega fyrir þessa myndarlegu gjöf.