Þingflokkur Framsóknar lagði upp með mjög metnaðarfulla kjördæmaviku að þessu sinni. Var farið réttsælis hringinn í kringum landið og haldnir opnir fundir um land allt og auk þess að eiga fundi með fulltrúum stofnana og fyrirtækja.
Starfsáætlun Alþingis gerir ráð fyrir kjördæmaviku að hausti og vori. Sú hefð hefur skapast að skipulag kjördæmaviku að vori er í höndum stjórnmálaflokkanna sjálfra. En kjördæmavika að hausti fer í formlegar heimsóknir þingmanna í hverju kjördæmi til sveitarstjórna.
Það er ekkert launungarmál að kjördæmavika, hvort sem er að hausti eða vori, er alþingismönnum í stóru landsbyggðarkjördæmum mjög heppilegt tækifæri til að rækta og hitta kjósendur.
Þingflokkurinn var með upptakt að kjördæmavikunni á rafrænum fundi með flokksfólki á Teams.
Fyrsti fundurinn fór fram sunnudaginn 23. febrúar sl. í Borgarbyggð. Þaðan var haldið á Patreksfjörð og fundað þar um kvöldið. Á mánudeginum voru haldnir fundir á Ísafirði, Blönduósi og á Sauðárkróki. Á þriðjudeginum voru fundir haldnir á Siglufirði, Dalvík, Akureyri, Eyjafjarðarsveit og á Húsavík. Á miðvikudaginn voru fundir á Egilsstöðum, Reyðarfirði og á Hornafirði. Á fimmtudeginum voru haldnir fundir á Kirkjubæjarklaustri, Vík í Mýrdal, Hvolsvelli og á Selfossi. Á laugardaginn var svo haldinn fundur í Kópavogi.









Umræðuefnin á fundunum voru fjölmörg, s.s. eignarhald á bújörðum, ESB og aðild að bandalaginu, ferðaþjónustan, ferjusiglingar, fiskeldi, fjarskipti, fjárfestingar á landsbyggðinni og viðhorf fjármálafyrirtækja, flutningskostnaður – jöfnuður á milli landsbyggða, gullhúðun reglna ESB, hafnamál, heilbrigðismál, húshitunarkostnaður, húsnæðismál, jarðgangaáætlun, jöfnunarsjóðurinn, kjarasamningar, kolefnisbinding, landbúnaðarmál og kynslóðaskipti, lífeyrissjóðsmál, Loftbrúin, loftslagsmál, matvælaframleiðsla og mikilvægi hennar vegna óvissu í alþjóðamálum, menning og stuðningur við hana á landsbyggðinni, menntamál og ívilnun fyrir ungt fólk sem vill setjast að annarsstaðar en á Hvítár/Hvítár svæðinu, náttúruvá, orkumál, raforkuverð og lækkun kostnaðar til bænda, Rammaáætlun, Reykjavíkurflugvöllur, sameining banka, samgönguáætlun, sjávarútvegsmál, sjóeldisfyrirtæki og eignarhald þeirra, skattheimta og dreifing fjármagns til uppruna, sóknaráætlanir landshluta, strandveiðar, sveitarstjórnarstigið og styrking þess, sýslumannsembættin og ásetningur um sameiningu þeirra, tollamál, verðtryggingin, vextir og verðbólga, vindorka, öryggis- og alþjóðamál og samskipti Íslands austan- og vestanhafs.
Þingflokkurinn mund halda kjördæmavikunni áfram næstu daga, en framundan eru fundir í Hafnarfirði, Reykjavík og Reykjanesbæ.