Categories
Fréttir

Við munum reyna til þrautar, þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna samþykkt

Deila grein

01/07/2013

Við munum reyna til þrautar, þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna samþykkt

OLYMPUS DIGITAL CAMERAAlþingi hefur samþykkt

Þar er kveðið á um markvissar aðgerðir til þess að mæta skuldavanda íslenskra heimila, sem til er kominn vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkunar verðtryggðra húsnæðislána, sem leiddi af hruni fjármálakerfisins.

„Ég fagna því að Alþingi hafi afgreitt þingsályktunartillöguna sem gerir ráð fyrir því að með heildstæðum hætti verði nú tekið á stöðu mála varðandi skuldavanda heimila hér á landi. Nú förum við á fulla ferð á næstu vikum og mánuðum við að vinna frekar á grundvelli samþykktar Alþingis en um mjög viðamikið og brýnt málefni er að ræða. Við munum reyna til þrautar að koma fram með lausnir sem koma ekki síst til móts við skilvísa skuldara sem hafa lengi mátt búa við óréttlæti og ójafnræði“, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Frétt forsætisráðuneytisins um málið