Prófkjör fór fram um fimm efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 25. september 2021.
Kjördagur var 8. maí og kosið var utankjörfundar 5. – 7. maí. Niðurstaðan er þessi:
1. sæti, Willum Þór Þórsson, alþingismaður. Hann fékk 308 atkvæði í 1. sæti.
2. sæti, Ágúst Bjarni Garðarsson, form. bæjarráðs. Hann fékk 262 atkvæði í 1.-2. sæti.
3. sæti, Anna Karen Svövudóttir, þýðandi og samskiptaráðgjafi hjá Heilbrigðisráðuneytinu. Hún fékk 226 atkvæði í 1.–3. sæti.
4. sæti, Kristín Hermannsdóttir, háskólanemi. Hún fékk 198 atkvæði í 1.-4. sæti.
5. sæti, Ívar Atli Sigurjónsson, flugmaður og háskólanemi. Hann fékk 247 atkvæði í 1.-5. sæti.
Aðrir sem tóku þátt í prófkjörinu voru:
Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, og Þórey Anna Matthíasdóttir, ökuleiðsögumaður.