Greinar

Greinar

Lengi lifi ís­lensk kvik­mynda­gerð!

Markmiðið með kvikmyndastefnunni er að auðga kvikmyndarmennningu, sem styrkir sjálfsmynd þjóðarinnar og eflir íslenska tungu. Bjóða á uppá fjölbreyttari og metnaðarfyllri kvikmyndamenntun, styrkja samkeppnisstöðu greinarinnar og styðja við að Ísland verði þekkt alþjóðlegt vörumerki á sviði kvikmyndagerðar. Stefnan er komin, nú þurfum við bara að vinna saman og ná þessum markmiðum. Við Íslendingar getum verið stoltir yfir þeim góðu listamönnum sem hér búa, það er ekki sjálfgefið að svo fámenn þjóð eigi jafn marga frambærilega listamenn. Með auknu framboði í námi í kvikmyndagerð verður stuðlað að áframhaldandi vexti íslenskra listamanna.

Nánar

Hvaða íslenski sjónvarpsþáttur er bestur?

Tækniþróun og erlendar streymisveitur hafa skapað fjölmörg tækifæri fyrir íslenskt þáttagerðarfólk, bæði til fjármögnunar og dreifingar. Íslenskt efni nýtur vinsælda víða um heim, nú síðast Brot, sem framleitt var í samstarfi við Netflix og var um tíma efst á áhorfslistum streymisveitunnar. Þrátt fyrir vinsældirnar hefur fjármögnun á íslenskum sjónvarpsþáttum gjarnan verið þung. Kvikmyndasjóður hefur haft takmarkaða burði til að uppfylla þarfirnar, enda umsóknir í sjóðinn langt umfram stærð hans og kvikmyndir í fullri lengd fjárfrekar.

Nánar

Góður kennari gerir kraftaverk

Alþjóðadag­ur kenn­ara er í dag. Fá störf eru jafn sam­fé­lags­lega mik­il­væg og kenn­ara­starfið. Við mun­um öll eft­ir kenn­ur­um sem höfðu mik­il áhrif á okk­ur sem ein­stak­linga, námsval og líðan í skóla.

Góður kenn­ari skipt­ir sköp­um. Góður kenn­ari mót­ar framtíðina. Góður kenn­ari dýpk­ar skiln­ing á mál­efn­um og fær nem­andann til að hugsa af­stætt í leit að lausn­um á viðfangs­efn­um. Góður kenn­ari opn­ar augu nem­enda fyr­ir nýj­um hlut­um, hjálp­ar þeim áfram á beinu braut­inni og stend­ur við bakið á þeim sem þurfa á því að halda. Góður kenn­ari tek­ur upp hansk­ann fyr­ir þá sem minna mega sín og ger­ir krafta­verk í lífi barns. Góður kenn­ari lyft­ir þung­um brún­um og get­ur kallað fram hlátra­sköll. Góður kenn­ari styrk­ir ein­stak­ling­inn.

Nánar

Spennandi upphaf

Við eig­um áfram að sækja fram til að tryggja framúrsk­ar­andi mennt­un á öll­um skóla­stig­um og í haust mun ég kynna til­lögu til þings­álykt­un­ar um mennta­stefnu til árs­ins 2030, þar sem mennt­un lands­manna er í önd­vegi.

Nánar

Öflug byggða­stefna

Loft­brúin (Skoska leiðin) er ein mikil­vægasta byggða- og sam­göngu­að­gerð síðari ára. Loft­brúin veitir 40% af­slátt af heildar­far­gjaldi fyrir allt að sex flug­leggi á ári og er mark­miðið að bæta að­gengi íbúa á lands­byggðinni sem búa fjarri höfuð­borginni að mið­lægri þjónustu. Ljóst er að hér er um mikið rétt­lætis­mál að ræða fyrir þá sem búa fjarri höfuð­borginni og bæði vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað

Nánar

Stöndum vörð um fjöl­skyldur og sam­fé­lag!

Eitt meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja barni samvistir við báða foreldra. Ljóst er að ef meirihluti fæðingarorlofsins væri sameiginlegur væri barni ekki endilega tryggð samvist nema við annað foreldrið. Enda sýna rannsóknir eindregið fram á að feður taka síður orlof eftir því sem framseljanlegur tími er lengri. Hagurinn af jöfnum sjálfstæðum rétti foreldra er ríkur. Má nefna að feður verða virkari við uppeldi barna sinna og treysta sér frekar til þess að taka ákvarðanir sem varða framtíð þeirra.

Nánar

Dagur norrænu grannríkjanna í vestri

Vestn­or­ræna deg­in­um, sem hald­inn er hátíðleg­ur 23. sept­em­ber ár hvert, voru gerð góð skil með veg­legri dag­skrá í Nor­ræna hús­inu á dög­un­um. Mark­mið dags­ins er að styrkja og gera sýni­legt menn­ing­ar­sam­starf milli Fær­eyja, Græn­lands og Íslands. Í ár var áhersl­an á menn­ingu, sjálfs­mynd og tungu­mál og hvernig við not­um móður­málið í skap­andi aðstæðum.

Nánar

Innflutningur landbúnaðarvara – Hvað er í gangi?

Tollar á landbúnaðarvörum þekkjast út um allan heim og þjóðir setja toll á til að vernda sína framleiðslu. Það er engum sama um hvort að innlend matvælaframleiðsla á sér stað eða ekki. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað.

Nánar

Þjóðarleikvangar fyrir þjóðina

Um ára­tuga­skeið hef­ur þjóðin átt sér þann draum að byggja þjóðarleik­vanga fyr­ir íþrótt­astarf í land­inu. Slíkt er löngu tíma­bært, enda nú­ver­andi mann­virki úr sér geng­in og stand­ast ekki kröf­ur alþjóðlegra íþrótta­sam­banda. Þannig upp­fyll­ir ekk­ert íþrótta­hús hér­lend­is lág­marks­kröf­ur sem gerðar eru í alþjóðakeppn­um í hand­knatt­leik eða körfuknatt­leik.

Nánar