Greinar
Hinn þögli faraldur
Ákominn heilaskaði og afleiðingar hans hafa ekki fengið mikið pláss í umræðunni hér á
Klárum leikinn
Það eru þekkt viðbrögð á lokamínútum fótboltaleiks þegar liðið hefur barist rosalega í 85 mín., leikurinn stendur í 90 mín. plús. Við erum 1-0 yfir. Við bökkum, bíðum og horfum á dómarann og klukkuna. Einhver kallar „einbeiting“. Gott og vel og verðugt, en hún verður að vera á réttu hlutina. Ekki á klukkuna, dómarann og vonina um að sleppa til. Ekki á prófkjör, stjórnarsáttmálann, kosningar eða hækkandi sól.
Hann Tóti tölvukall
Hvetja þarf og styðja stjórnvöld, sveitarfélög, menntakerfið, atvinnulífið og launþega til að grípa til skjótra, öflugra og markvissra aðgerða í þeim tilgangi að efla stafræna þekkingu og færni og auka þannig tækifæri til nýtingar stafrænnar tækni í íslensku atvinnulífi og samfélaginu í heild í því skyni hefur undirrituð, ásamt öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins, lagt fram tillögu um að skipaður verði starfshópur sem eig að móta heildstæða stefnu um stafræna þróun með aðgerðaáætlun til fimm ára hið skemmsta. Við verðum að tryggja markvisst samstarf og stefnumótun á sviði stafrænnar þróunar svo tryggja megi áframhaldandi samkeppnishæfni landsins og lífsgæði.
Sterkir innviðir – góð búsetuskilyrði
Störf án staðsetningar eru til að mynda nokkuð háð því að ástand innviða sé sem jafnast heilt á litið yfir landsbyggðina. Í nútímasamfélagi ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að allir landshlutar standi jafnir að vígi hvað slík störf varðar. Mörg spennandi tækifæri á sviði tækni og nýsköpunar eru farin af stað og verður gaman að fylgjast með framvindu til dæmis í verkefnum á borð við Orkídeu sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. En þar er um að ræða samstarf með að það markmiði að auka verðmætasköpun og gera orkutengdum tækifærum hærra undir höfði á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni. Sambærileg samstarfsverkefni eru EIMUR á Norðurlandi og Blámi á Vestfjörðum.
Öflug samvinna um farsæld barna
Búast má við miklum framförum í þjónustu við börn þegar þetta frumvarp verður að lögum. Samfella í þjónustu skilar betri niðurstöðu fyrir barnið og samfélagið. Hér er um að ræða hugmyndir um að þjónusta við börn verði sniðin með það í huga að nálgast hvert barn með þarfir þess og réttindi í huga. Samvinna aðila sem koma að farsæld barna á eftir að borga sig fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið sjálft. Til að ná hámarksábata með breytingunni þarf að auka forvarnir og snemmbæran stuðning. Koma í veg fyrir áföll í barnæsku sem skilar sér síðar með því að draga úr frekari áföllum á fullorðinsárum. Vissulega liggur nokkur kostnaður bæði fyrir ríki og sveitarfélög með innleiðingunni en ábatinn til lengri tíma er óumdeildur og fer stigvaxandi meðan fleiri einstaklingar hafa fengið þennan grunn. Hagfræðingar tala um að þetta verkefni flokkist með arðbærari verkefnum sem hið opinbera hefur ráðist í. Mesti ábatinn er sterkari einstaklingur sem hefur vaxið upp til fullorðinsára samhliða traustu neti þjónustu sem hefur gripið einstaklinginn þegar þörf reyndist. Samvinna skilar okkur betri einstaklingum.
Landsbyggðin fái opinber störf
Heimsfaraldur hefur kennt okkur að nýta mun betur tækni til atvinnu og samskipta sem við verðum að nota við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Fjarvinna býður upp á mikil tækifæri sem þarf að fanga núna þegar tækifæri gefst til að styrkja byggð. Það er undir okkur landsbyggðarfólki komið að beita okkur fyrir jöfnum tækifærum í þessum málum.
Björt og litrík framtíð myndlistar á Íslandi
Myndlist sem atvinnugrein á Íslandi stendur nú á ákveðnum tímamótum. Ungu fólki fjölgar sem kýs að starfa við listsköpun, eins og myndlistina, sem er í eðli sínu grein framtíðar, alþjóðleg og sjálfbær í senn. Stefnan setur fram aðgerðir sem munu auka sýnileika greinarinnar gegnum mælingu á hagvísum hennar, ýta úr vegi hindrunum og innleiða hvata og ívilnanir sem styðja við myndlistarmarkað. Í ljósi stærðar alþjóðamarkaðar með myndlist og eftirtektarverðs árangurs íslenskra myndlistarmanna má ætla að vaxtatækifæri myndlistar séu veruleg. Með aukinni fjárfestingu hins opinbera og einkageira mun greinin geta skilað þjóðarbúinu talsvert meiri verðmætum en hún gerir nú. Með fyrstu myndlistarstefnu Íslands er mótuð framtíðarsýn sem styðja við jákvæða samfélagsþróun auk þess að styðja við myndlistarlíf á Íslandi til framtíðar.
ORKUBÚIÐ ER KJÖLFESTUFYRIRTÆKI Á VESTFJÖRÐUM
Í 40 ára sögu Orkubúsins hefur verið byggð upp mikil þekking og reynsla innan fyrirtækisins. Ef af sameiningu á dreifihlutanum verður hjá Orkubúinu og RARIK er ljóst að áfram verði starfskraftur staðsettur í fjórðungnum eins og nú er til að reka og viðhalda dreifikerfinu. Hinsvegar er ósvarað hvað verði um samkeppnishlutann sem er öflun og sala raforkunnar. Við í Framsóknarflokknum leggjum höfuðáherslu á að sá hluti verði áfram í þjóðareigu og að yfirstjórn og starfskraftur þess hluta sé áfram á Vestfjörðum. Ekki síst í ljósi þess að sveitarfélögin á svæðinu lögðu virkjunarréttindi sín inn í Orkubúið við stofnun þess og því má það ekki verða að framkvæmdum og uppbyggingu sé miðstýrt úr Reykjavík eins og þróunin er í alltof mörgum tilfellum.
Af toppi Herðubreiðar
Ég legg áherslu á jafnrétti óháð búsetu. Þar skiptir sköpum að aftur er kominn skriður á samönguframkvæmdir. Í Umhverfis- og samgöngunefnd hef ég tekið virkan þátt í mótun áætlana um stórauknar samgönguframkvæmdir. Ég er stolt af þeirri vinnu og nefni sérstaklega Loftbrúna í því samhengi, en með henni bjóðast íbúum landsbyggðarinnar niðurgreidd flugfargjöld innanlands. Framkvæmdir við vegi, brýr, flugvelli og hafnir eru komnar á skrið og þeim þarf að halda áfram að krafti. Það er mín sannfæring að góðar samgöngur eru undirstaða þess að fólk geti valið búsetu þar sem það kýs.