Greinar
Aukin þjónusta við börn – átak í styttingu á biðlistum
Undanfarin ár hefur, undir forystu félagsmálaráðuneytisins, verið unnið að undirbúningi lagaumhverfis sem miðar að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran, samþættan stuðning þvert á kerfi. Verkefnið hefur verið unnið í víðtæku samráði við fjölmarga aðila, svo sem önnur ráðuneyti, þingmannanefnd um málefni barna, félagasamtök og almenning. Áhersla þessara breytinga er að tryggja að hin mismunandi þjónustukerfi innan velferðarþjónustunnar vinni betur saman til að tryggja farsæld barna. Ljóst er að fyrrgreindar breytingar, gangi þær eftir, munu hafa veruleg áhrif á biðlista hjá GRR, þar sem fleiri börn munu njóta snemmtæks stuðnings á fyrri þjónustustigum sem ætti að draga úr þörf þeirra fyrir þjónustu stöðvarinnar. Um leið mun skapast svigrúm til að sinna þeim börnum og fjölskyldum þeirra sem hafa miklar eða mjög miklar stuðningsþarfir.
Fjarfundafært
Byggðamálin hafa lengi verið mér sérstaklega hugleikin. Það er mikilvægt að þau skilyrði séu sköpuð að fólk geti búið og starfað um allt land. Nú stendur yfir vinna við metnaðarfulla byggðaáætlun sem lögð verður fyrir þingið á vormánuðum. Sú áætlun sem nú er í gangi hefur reynst vel og náðst að sameina krafta ólíkra aðila í því að hugsa um hvað það er sem þarf til að byggðir geti dafnað á ólíkum stöðum. Byggðaáætlun er þó ekki eina áætlunin sem snýr að blómlegum byggðum um allt land því samgöngur og fjarskipti leika þar lykilhlutverk. Stórsókn í samgöngum er hafin og metnaðarfullar áætlanir eru um áframhaldandi eflingu fjarskipta um allt land.
Tækifærið gríptu greitt
Ný menntastefna grundvallast á því að nemendur geti beitt rökvísi, ígrundun og hafi hugrekki til að skapa. Í henni er lögð áhersla á sköpun í öllu skólastarfi til að stuðla að persónulegum þroska, frumkvæði og nýsköpun. Unnið skal með samspil gagnrýninnar hugsunar og sköpunar til þess að þroska sjálfstætt gildismat nemenda, styrkja hæfni til að setja ólíkar niðurstöður í samhengi og efla þroska til samfélagslegar umræðu. Forsenda þess að virkja og viðhalda sköpunarkrafti og -kjarki nemenda er að þeim sé búið námsumhverfi þar sem hvatt er til frumkvæðis, sjálfstæðis og skapandi hugsunar á öllum sviðum.
Íslenskan mat í skóla
Við Íslendingar höfum alist upp við alls kyns hefðir, m.a. gagnvart mat. Líkt og hjá öðrum þjóðum hafa matarhefðir okkar þróast með hliðsjón af þeim aðstæðum sem þjóðin bjó við í gegnum aldirnar og eru stór hlut af okkar menningararfleifð. Ég tel afar mikilvægt að við týnum ekki ríkum hefðum í okkar samfélagi eins og sprengidegi, hátíðarmat og þorramat svo dæmi séu tekin.
Stórsókn í nýsköpun, rannsóknum og þekkingargreinum
Aukning ríkisframlaga til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina hefur hækkað um 78% frá 2019. Hér fer saman kraftur hins opinbera og atvinnulífsins, þar sem endurgreiðslur hafa verið auknar til muna og fyrirtæki í þessum geira, sem stunda öflugar rannsóknir og þróunarstarf, hafa þegar nýtt. Tímasetningin á þessari stefnumörkun er rétt og eykur líkurnar á því að hlutfall starfa í þekkingargreinum fari vaxandi á komandi árum. Mestur vöxtur hefur verið í tæknifyrirtækjum á heimsvísu og mun hann halda áfram sökum þess að tækninotkun hefur aukist mikið á tímum kórónuveirunnar, hvort sem á við um fjarkennslu, netverslun eða fjarfundi.
Hæfileikar barna í Fellahverfi
Nýverið var ýtt úr vör metnaðarfullu verkefni í þessum anda fyrir börn í Fellahverfi í Breiðholti. Þar búa börn með mjög fjölbreyttan bakgrunn og það segir sitt um fjölbreytileikann, að í leik- og grunnskólum eru jafnan töluð um 30 mismunandi tungumál. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni lykilaðila; nemenda, skólafólks og -stofnana í hverfinu, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, félags- og barnamálaráðuneytisins, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Þjónustumiðstöðvar Breiðholts og skrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.
Kvikmyndagerð getur vaxið áfram
Það er mikilvægt að Ísland styrki stöðu sína á vaxandi kvikmyndamarkaði. Efli umgjörð kvikmyndaframleiðslu, byggi á sömu prinsippum og áður en taki virkan þátt í alþjóðlegri samkeppni um kvikmyndaverkefni. Einfalt endurgreiðslukerfi er meðal þess sem við eigum að rækta enn frekar. Við ættum að hækka endurgreiðsluhlutfallið, eða nota það sem sveiflujafnara á móti gengisþróun. Hlutfallið gæti orðið allt að 35% þegar staða krónunnar er sterk en að lágmarki 25% þegar krónan er veikari. Einnig mætti hugsa sér stighækkandi endurgreiðslur eftir stærð verkefna til að laða stærri verkefni til landsins. Mikilvægt er þó að endurgreiðslukerfið sé sjálfbært. Þá er brýnt að hraða afgreiðslu mála, til að lágmarka kostnað framleiðenda við brúarfjármögnun sem stendur verkefnum fyrir þrifum.
Eitt sundkort í allar laugar landsins?
Eflaust höfum við áttað okkur enn betur á því hversu mikilvægar sundlaugarnar eru okkur eftir að þær lokuðu tímabundið vegna Covid. Ég mun áfram bíða eftir að mín uppáhalds sundlaug opni en nú er unnið að endurbótum búningsklefa Sundlaugarinnar Laugaskarði í Hveragerði. Það verða eflaust fagnarðarfundir þegar fastagestir hennar geta farið að mæta aftur að framkvæmdum loknum í apríl. Heppilegt væri að geta notað sundkortið sitt á meðan í t.d nágrannasveitarfélaginu Ölfusi. Það væri nú reyndar líka heppilegt ef Hveragerði og Ölfus væru eitt og sama sveitarfélagið en það er efni í aðra grein.
Heimsborg við hafið
Fáir bæir eru fegurri eða eiga merkari sögu en Seyðisfjörður. Milli himinhárra fjalla hefur byggst upp öflugt samfélag, menningarlegur hornsteinn og sögufrægur staður. Þar kom í land fyrsti símastrengurinn sem tengdi Ísland við umheiminn og þaðan hafa ferðalangar lengi lagt yfir hafið og gera enn. Tengingin við umheiminn er þar sterk og í raun má segja að Seyðisfjörður sé heimsborg í dulargervi. Fjöldi erlendra listamanna hefur dvalið við listsköpun í lengri eða skemmri tíma, þar eru veitingastaðir á heimsmælikvarða, mannlífið er blómlegt og Seyðisfjörður geymir sögufrægar byggingar af erlendum uppruna – litrík, norskættuð timburhús frá fyrstu áratugum 20. aldarinnar gera Seyðisfjörð einstakan meðal bæja á Íslandi. Mörg þeirra hafa mikið menningarsögulegt gildi og njóta friðunar í samræmi við það. Sum hafa fengið glæsilega andlitslyftingu á undanförnum árum og eigendur varið ómældum tíma og fé í varðveislu þeirra.