Categories
Greinar

Drifkraftur verðmætasköpunar

Deila grein

09/04/2022

Drifkraftur verðmætasköpunar

Hönn­un og arki­tekt­úr snerta dag­legt líf okk­ar á ótal vegu. Í vik­unni heim­sótti ég bæði Nor­eg og Dan­mörku ásamt full­trú­um ís­lensks at­vinnu­lífs til þess að kynna mér hvernig bæði lönd hafa hlúð að og stutt við hönn­un og arki­tekt­úr. Þarlend stjórn­völd í góðu sam­starfi við at­vinnu­líf hafa á und­an­förn­um árum lagt aukna áherslu á að styðja við þess­ar grein­ar með það að mark­miði að auka verðmæta­sköp­un og lífs­gæði með mark­viss­um hætti.

Í Dan­mörku hef­ur til að mynda um­fang hönn­un­ar, arki­tekt­úrs og annarra skap­andi greina farið vax­andi í dönsku hag­kerfi und­an­far­in ár. Tug­ir þúsunda starfa inn­an skap­andi greina þar í landi og hef­ur vöxt­ur í út­flutn­ingi grein­anna verið um 4,8% ár­lega síðan 2011. Árið 2020 fóru út­flutn­ings­verðmæti skap­andi greina yfir 14 millj­arða evra en tísku­varn­ing­ur er til að mynda fjórða stærsta út­flutn­ings­stoð Dan­merk­ur. Dönsk stjórn­völd hafa lagt auk­inn þunga í stefnu­mót­un fyr­ir skap­andi grein­ar með sér­stök­um sókn­aráætl­un­um.

Það var einnig lær­dóms­ríkt að heyra hvernig norsk stjórn­völd hafa séð tæki­fær­in í að styðja við og efla hönn­un til þess tak­ast á við sam­fé­lags­leg­ar áskor­an­ir og auka lífs­gæði. Lögð er áhersla á að fá hönnuði að borðinu strax í upp­hafi verk­efna til þess bæta loka­út­komu verk­efna, hvort sem um er að ræða í op­in­berri þjón­ustu eða ann­ars staðar.

Með nýju menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti verður skap­andi grein­um sem þess­um gert hærra und­ir höfði enda tæki­fær­in í slíku ótví­ræð. Það er mik­il­vægt að auka skiln­ing á mik­il­vægi hönn­un­ar og arki­tekt­úrs fyr­ir þjóðfé­lagið og kynna ís­lenska hönn­un og arki­tekt­úr hér á landi og er­lend­is. Þar gegna bæði stjórn­völd og at­vinnu­líf mik­il­vægu hlut­verki til þess að auka vægi hönn­un­ar og arki­tekt­úrs í verk­efn­um sín­um og auka virði og gæði vöru og þjón­ustu sem fram­leidd er í land­inu og leiða þannig til bættr­ar sam­keppn­is­stöðu Íslands.

Í nýrri fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru þess­ar áhersl­ur und­ir­strikaðar með af­ger­andi hætti. Gert er ráð fyr­ir að fram­lög til mál­efna hönn­un­ar, þar með talið Hönn­un­ar­sjóðs og Hönn­un­ar­miðstöðvar, og stofn­un­ar og rekst­urs Rann­sókna­set­urs skap­andi greina, hækki var­an­lega um sam­tals 75 millj­ón­ir króna frá og með 2023. Mark­miðið með stofn­un Rann­sókna­set­urs skap­andi greina er að efla fræðileg­ar og hag­nýt­ar rann­sókn­ir í þeim ört vax­andi at­vinnu­vegi sem skap­andi grein­ar eru. Slíkt eyk­ur getu okk­ar til að ná ár­angri með mark­viss­ari hætti til framtíðar. Þá verður ný og metnaðarfull hönn­un­ar­stefna fyr­ir Ísland kynnt á næstu vik­um sem mun varða leiðina fram á við til auk­inna lífs­gæða fyr­ir sam­fé­lagið.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. apríl. 2022.