4 af hverjum 10 Íslendingum á aldrinum 20-29 ára búa enn í foreldrahúsum samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því í sumar. Þetta er nokkuð hátt hlutfall þegar litið er til nágrannalandanna sem við miðum okkur helst við, en t.d. er hlutfallið í Danmörku 10%. Hlutfallið hefur farið hækkandi hér á landi síðustu áratugi. Það má rekja til nokkurra 4 af hverjum 10 Íslendingum á aldrinum 20-29 ára búa enn í foreldrahúsum samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því í sumar. Þetta er nokkuð hátt hlutfall þegar litið er til nágrannalandanna sem við miðum okkur helst viðþátta en ljóst er að hækkandi húsnæðisverð á stóran þátt í þessari þróun og er helsta ástæðan sem nefnd er þegar ungt fólk er spurt í dag.
Leiguverð hefur hækkað hratt síðustu ár og framboð hagkvæms og ódýrs húsnæðis er af skornum skammti. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið og hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu til að mynda hækkað um 36,5% á einungis 4 árum. Á sama tíma er vilji ungs fólks frekar að kaupa en leigja.
Leiga raunhæfur valkostur
Við viljum auðvelda fólki að flytja að heiman og skapa sér sitt eigið heimili og á haustþingi verða teknar fyrir miklar aðgerðir í húsnæðismálum. Eitt af stóru málunum verður frumvarp um húsnæðisbætur en áætlað er að auka húsnæðisstuðning um 1,1 milljarð króna á næsta ári með það að markmiði að lækka byrði húsnæðiskostnaðar. Við viljum hækka grunnfjárhæð húsaleigubóta, hækka frítekjumarkið og hækka hámarkshlutfall bóta af leiguverðinu.
Einnig verður skattbyrði leigutekna lækkuð úr 14% í 10%. Með því sköpum við hvata fyrir fasteignaeigendur til að gera langtímaleigusamninga og þannig aukum við framboð og öryggi leigjenda með framtíðarhúsnæði í huga.
Auðveldum kaup á fyrstu eign
Við viljum einnig festa í sessi þann hvata til sparnaðar að þeir sem hafa sparað tilgreint hámarkshlutfall af tekjum í tiltekinn tíma geti tekið sparnaðinn út skattfrjálst, þannig að ungu fólki verði heimilt að nýta séreignarsparnað við kaup á fyrstu íbúð.
Auk þess viljum við veita lánveitendum svigrúm til þess að horfa til fleiri þátta en greiðslumats við ákvörðun um lántöku, en dæmi eru um að fólk sé að greiða leigu sem er mun hærri en afborganir af nýju húsnæði kæmu til með að vera, en komast þó ekki í gegnum greiðslumat.
Framsókn notaði slagorðið „Framsókn fyrir heimilin“ í síðustu kosningum og ekki að ástæðulausu. Okkar áhersla er og verður á heimilin í landinu.
ELSA LÁRA ARNARDÓTTIR, HARALDUR EINARSSON OG KARL GARÐARSSON
Greinin birtist í Fréttablaðinu 8. október 2015.