Categories
Greinar

Bættar sam­göngur í Hafnar­firði og ná­grenni

Deila grein

03/07/2020

Bættar sam­göngur í Hafnar­firði og ná­grenni

Ámánu­dags­kvöld urðu þau stór­tíðindi á Al­þingi að fjögur stór sam­göngu­verk­efni voru sam­þykkt: sam­göngu­á­ætlanir til fimm og fimm­tán ára, lög um sam­vinnu­verk­efni í sam­göngum sem byggja á Hval­fjarðar­ganga­módelinu og lög um hluta­fé­lag um fram­kvæmdir vegna sam­göngu­sátt­mála höfuð­borgar­svæðisins.

Fólk gerir sér ef­laust ekki fylli­lega grein fyrir því af­reki sem Sigurður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ráð­herra, hefur unnið með því að ná þessum málum í gegn. Þeir sem hafa fylgst með um­ræðum um sam­göngu­mál á höfuð­borgar­svæðinu síðustu árin og ára­tugina vita að þar hefur verið mikill á­greiningur milli ríkisins og sveitar­fé­laganna og þá sér­stak­lega Reykja­víkur­borgar. Enda hefur ríkt al­gjör stöðnun í sam­göngum á þessu fjöl­mennasta svæði landsins og af­leiðingarnar aug­ljósar: sí­fellt þyngri um­ferð, meiri tafir og meiri mengun.

Sam­göngu­sátt­málinn sem skrifað var undir markar tíma­mót að mörgu leyti. Stóra af­rekið felst ekki síst í að ná öllum sveitar­fé­lögunum og ríkinu að sama borði með það að mark­miði að ná sam­komu­lagi um niður­stöðu sem allir aðilar geta sætt sig við. Sú leið hefur ekki verið ein­föld enda ólík sjónar­mið uppi. Með þessu sam­tali ráð­herrans við sveitar­fé­lögin og Vega­gerðina hefur ísinn verið brotinn og við, í­búar í Hafnar­firði og á höfuð­borgar­svæðinu öllu, sjáum nú loks fram á betri tíð í sam­göngum.

Niður­staðan er fjöl­breyttar sam­göngur þar sem stofn­brautir verða byggðar upp, göngu- og hjóla­stígar lagðir og inn­viðir al­vöru al­mennings­sam­gangna verða að veru­leika. Allt styður þetta við heil­brigðara sam­fé­lag, styttir ferða­tíma á svæðinu, minnkar mengun og eykur allt um­ferðar­öryggi.

Þetta var mögu­legt með leið Fram­sóknar: sam­vinnu. Ekki vinstri, ekki hægri heldur á­fram veginn.

Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrí og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní 2020.