Categories
Greinar

Byrgjum brunnana …

Deila grein

22/06/2019

Byrgjum brunnana …

Þrátt fyrir almenna vel­meg­un, þá reyn­ist það mörgum börnum og fjöl­skyldum þeirra erfitt að fóta sig í hinum flókna og hraða veru­leika nútím­ans. Umhverfið getur verið óvæg­ið, streitu­vald­andi og jafn­vel stjórn­laust. Afleið­ing­arn­ar? And­leg veik­indi, van­líðan og ójafn­vægi í fjöl­skyld­unni. Góðu frétt­irnar eru þær að fleiri eru orðnir með­vit­aðir um hversu mik­il­væg and­leg heilsa er og að það er hjálp að fá. Vand­inn er að hjálpin er ekki nægi­lega aðgengi­leg og úrræðin eru of fá. Því ætlum við að breyta – sam­an.

Vilji Alþingis

Alþingi sam­þykkti á dög­unum til­lögu til þings­á­lykt­unar um fram­kvæmda­á­ætlun á sviði barna­verndar til fjög­urra ára. Henni er ætlað að efla grunn­vinnslu barna­vernd­ar­mála á fyrstu stig­um, stuðla að snemmtækri íhlut­un, auka sam­vinnu ríkis og sveit­ar­fé­laga og fjölga gagn­reyndum úrræð­um. Gert er ráð fyrir 600 milljón króna fjár­aukn­ingu til þess að byggja upp og þróa úrræði og þjón­ustu í mála­flokkn­um.

Tím­inn er óvin­ur­inn

Stór hluti barna og ung­linga sem eiga við van­líðan eða geð­röskun að stríða fá oft ekki við­eig­andi aðstoð tím­an­lega. Hið sama gildir um aðra fjöl­skyldu­með­limi, en and­leg veik­indi og van­líðan getur skapað afleiddan alvar­legan vanda fyrir aðra fjöl­skyldu­með­limi, og jafn­vel svo alvar­legan að fjöl­skyldan leys­ist upp. Ástæða þess að börn fá ekki aðstoð tím­an­lega við sínum vanda, er að þau eða for­eldrar þeirra, leita ekki eftir aðstoð þar sem vöntun er á úrræðum og biðin eftir þjón­ustu er oft löng. Einnig er aðkallandi að meiri sam­fella og sam­teng­ing sé á milli opin­berra þjón­ustu­að­ila.

Sam­vinna færir fjöll

Í vetur hefur staðið yfir umfangs­mikil sam­vinna þvert á ráðu­neyti og við þverpóli­tíska þing­manna­nefnd í mál­efnum barna. Auk þess hafa yfir hund­rað ein­stak­lingar verið virkir þátt­tak­endur í hlið­ar­hópum þing­manna­nefnd­ar­inn­ar. Er þar um að ræða sér­fræð­inga, full­trúa stofn­ana, sveit­ar­fé­laga, hjálp­ar­sam­taka og not­enda kerf­is­ins en með þátt­töku þeirra hefur skap­ast dýr­mætur sam­ráðs- og sam­starfs­vett­vangur um mál­efni barna. Hlið­ar­hóp­arnir hafa fjallað um for­varnir og fyr­ir­byggj­andi aðgerð­ir, sam­tal þjón­ustu­kerfa, skipu­lag og skil­virkni úrræða og börn í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu svo dæmi séu nefnd. Á þessum sam­starfs­vett­vangi hefur farið fram mik­il­vægt sam­tal í þágu barna og mun afrakst­ur­inn nýt­ast stýri­hópi Stjórn­ar­ráðs­ins í mál­efnum barna við að móta aðgerð­ar­á­ætlun þvert á ráðu­neyti um hvaða lögum þurfi að breyta og hvaða skref þurfi að stíga þegar kemur að kerf­is­breyt­ingum í þágu fjöl­skyldna og barna.

Með vilj­ann að vopni og sam­vinnu að leið­ar­ljósi, er hægt að færa fjöll. Það ætlum við að gera í mál­efnum barna og ung­menna.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 21. júní 2019.