Ágæti lesandi. Nú styttist að frestur til að samþykkja skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar renni út. Nú þegar þetta er ritað hafa um 75% þeirra sem rétt eiga á leiðréttingu staðfest hana. Sá sem hér ritar hefur hitt og/eða heyrt frá allmörgum sem þegar hafa samþykkt leiðréttingu sína. Flestir þeirra virðast sáttir við sinn hlut og telja leiðréttinguna góða viðspyrnu átt að betri fjárhagsaðstæðum heimila sinna. Skuldaleiðréttingin kemur ekki aðeins fram beinni lækkun höfuðstóls lána heldur koma áhrifin af henni fram í lækkaðri greiðslubyrði meðan lánstíma leiðrétts láns stendur. Þannig má taka dæmi:
Mánaðarleg greiðslubyrði af dæmigerðu 10 m.kr láni, sem fær 1,8 milljóna króna leiðréttingu, lækkar um 8.705 kr. (var 78.676 kr., lækkar í 69.972 kr.) Árleg lækkun greiðslubyrðar nemur um 105 þúsund krónum ári. 10 ára líftíma láns lækkar greiðslubyrði því um rúma milljón. Til samanburðar tekur um það bil 10 ár að safna 1,8 milljónum ef einstaklingur leggur 12 þúsund kr. inn á bók mánaðarlega.
Heildaráhrif leiðréttingarinnar í ofangreindu dæmi nema því um 2,8 milljónum króna. Ef einstaklingur hefði staðið straum af svo auknum greiðslum á eigin spýtur hefði hann þurft að auka tekjur sínar um allt að milljónir á tímabilinu. Af þessu dæmi má sjá að verulega munar um skuldaleiðréttinguna fyrir þá sem samþykkja hana. Ég vil því nota tækifærið til að hvetja alla þá sem enn hafa ekki samþykkt skuldaleiðréttingu sína að gera það áður en frestur rennur út. Víst er að hvort sem leiðréttingin er mikil eða lítil munar um hana í heimilisrekstri flestra. Einnig er ástæða til að hvetja alla sem geta nýtt sér sérstakan séreignarsparnað til skuldalækkunar að gera það. Í því tilfelli geta hjón nýtt sér sparnaðinn til skuldalækkunar allt að tveimur milljónum króna á þrem árum. Hefðu sömu hjón einnig notið leiðréttingar líkt og dæminu hér að ofan myndu heildaráhrif til skuldalækkunar nema allt að 4,8 milljónum þegar allt er talið. Það munar um minna fyrir heimili með meðaltekjur eða lægri.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er afrek sem mun hafa víðtæk áhrif mjög marga í verulegan tíma. Þegar má greina áhrif leiðréttingarinnar í aukinni bjartsýni sem nú verður vart við þjóðfélaginu. Svo virðist sem almenningur nýti aukin fjárráð vegna skuldaleiðréttingarinnar til þess að endurnýja ýmislegt sem orðið hefur að sitja á hakanum undanfarandi eða einfaldlega að veita sér aftur sjálfsögð gæði sem fólk hefur þurft að neita sér um undanfarin ár. Aukin fjárráð heimilanna munu fljótt skila sér auknum umsvifum í þjóðfélaginu öllu.
Þorsteinn Sæmundsson
Greinin birtist í DV 17. febrúar 2015
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.