Categories
Greinar

Markviss viðbrögð vegna COVID-19-faraldurs

Deila grein

13/04/2020

Markviss viðbrögð vegna COVID-19-faraldurs

Síðustu vik­ur hafa svo sann­ar­lega verið for­dæma­laus­ar vegna COVID-19-far­ald­urs­ins sem hef­ur haft áhrif á okk­ur öll. Ég vil hér stikla á stóru yfir þær aðgerðir sem gripið hef­ur verið til í fé­lags­málaráðuneyt­inu vegna far­ald­urs­ins.Rétt­ur til greiðslu hluta­at­vinnu­leys­is­bóta hef­ur verið rýmkaður en launþegar, sjálf­stætt starf­andi og náms­menn geta nýtt úrræðið. Starfs­hlut­fall launþega get­ur minnkað niður í 25% og eru tekju­tengd­ar at­vinnu­leys­is­bæt­ur greidd­ar á móti í réttu hlut­falli. Þá hef ég, auk mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, stofnað sam­hæf­ing­ar­hóp til að skoða stöðu at­vinnu­leit­enda og náms­manna við þær aðstæður sem nú eru uppi. Þeir sem ekki fá laun frá vinnu­veit­anda meðan sótt­kví var­ir og geta ekki unnið að heim­an fá greiðslur úr rík­is­sjóði.

Ég lagði fram frum­varp, unnið í sam­starfi við heil­brigðisráðuneytið, ut­an­rík­is­ráðuneytið og Vinnu­eft­ir­lit rík­is­ins, um tíma­bundna und­anþágu frá kröfu um CE-merk­ingu á slíkri vöru vegna fyr­ir­sjá­an­legs skorts. Ekki er þó slegið af ör­ygg­is- og heil­brigðis­kröf­um.

Fé­lags- og vel­ferðarþjón­usta

Ég, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga boðuðum til víðtæks sam­starfs rík­is, sveit­ar­fé­laga og hags­munaaðila um land allt til að tryggja áfram­hald nauðsyn­legr­ar þjón­ustu. Með al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra var stofnað viðbragðsteymi um þjón­ustu við viðkvæma hópa sem vinn­ur í ná­inni sam­vinnu við fjölda aðila. Teymið hef­ur m.a. komið því til leiðar að vef­ur­inn covid.is hef­ur verið þýdd­ur á fjölda tungu­mála sem og að ýms­ar upp­lýs­ing­ar á vefn­um hafa verið gerðar aðgengi­legri fólki með fatlan­ir.Mönn­un nauðsyn­legr­ar starf­semi get­ur orðið flók­in vegna far­ald­urs­ins, t.d. á hjúkr­un­ar­heim­il­um og þjón­ustu við fatlað fólk. Var því sett á fót bakv­arðasveit í vel­ferðarþjón­ustu þar sem fólki gefst kost­ur á að skrá sig. Skráðir nú eru rúm­lega 1.300 ein­stak­ling­ar.

Hjálp­arsím­inn 1717 og vef­ur­inn 1717.is eru nú opin all­an sól­ar­hring­inn og þar starfa þjálfaðir sjálf­boðaliðar sem veita stuðning og geta all­ir haft sam­band þangað. Auk þess er hjálp­arsím­inn nú tengd­ur við sér­hæfðari aðila sem hægt er að vísa fólki áfram til.

Auk­in hætta á of­beldi inni á heim­il­um

Ég vil einnig minna á að við erum öll barna­vernd. Fé­lags­málaráðuneytið, í sam­starfi við dóms­málaráðuneytið og Rauða kross Íslands, hef­ur dreift mynd­bönd­um á helstu sam­fé­lags­miðlum til vit­und­ar­vakn­ing­ar um aðstæður barna. Okk­ur ber öll­um skylda til að til­kynna gegn­um 112 höf­um við ástæðu til að ætla að aðstæður barna séu ófull­nægj­andi.Þá má m.a. bæta við að bænd­um sem veikj­ast af COVID-19 hef­ur verið gert kleift að ráða til sín af­leys­ing­ar. Neyðar­mót­tök­um fyr­ir tíma­bundið heim­il­is­lausa hef­ur verið komið upp í Reykja­vík. Góð ráð til for­eldra hafa verið gef­in út og ég hef veitt 55 millj­ón­ir króna til frjálsra fé­laga­sam­taka vegna auk­ins álags. Vegna ferðatak­mark­ana um gjörv­all­an heim hafa regl­ur um aðstoð við Íslend­inga er­lend­is verið út­víkkaðar tölu­vert meðan ástandið var­ir og reynt að aðstoða sem flesta við að kom­ast heim.

Næstu vik­ur verða krefj­andi fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag en sam­an klár­um við verk­efnið. Gleðilega páska!

Ásmundur Einar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. apríl 2020.