Categories
Greinar

Menntun eflir viðnámsþrótt

Deila grein

02/04/2019

Menntun eflir viðnámsþrótt

Íslenska þjóðarbúið stend­ur frammi fyr­ir áskor­un­um um þess­ar mund­ir í tengsl­um við stöðu efna­hags­mála. Engu að síður er staða rík­is­sjóðs sterk og viðnámsþrótt­ur þjóðarbús­ins meiri en oft áður. Mik­il­vægt er því að halda áfram upp­bygg­ingu ís­lenska mennta­kerf­is­ins. Fimm ára fjár­mála­áætl­un 2020-2024 ber þess merki að við ætl­um að halda áfram að sækja fram af krafti og efla mennt­un á öll­um skóla­stig­um. Það á einnig við um vís­indi, menn­ingu og fjöl­miðla í land­inu. Á menn­ing­ar­sviðinu er horft til þess að all­ir lands­menn, óháð efna­hag og bú­setu, geti aukið lífs­gæði sín með því að njóta og taka þátt í öfl­ugu og fjöl­breyttu menn­ing­ar, lista-, íþrótta- og æsku­lýðsstarfi.

Fram­lög til há­skóla yfir 40 millj­arða kr.

Und­an­far­in ár hafa fram­lög til há­skóla­stigs­ins verið auk­in tölu­vert en frá ár­inu 2017 hafa fram­lög­in auk­ist um tæpa 5,3 millj­arða kr. eða tæp 13%. Sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un verður haldið áfram að fjár­festa í há­skóla­starfi í land­inu og er ráðgert að fram­lög til há­skól­anna fari yfir 40 millj­arða kr. árið 2023. Við ætl­um að auka gæði náms og náms­um­hverf­is í ís­lensk­um há­skól­um, styrkja um­gjörð rann­sókn­ar­starfs og auka áhrif og tengsl há­skóla og rann­sókn­ar­stofn­ana við at­vinnu­lífið. Fjár­fest­ing í há­skól­un­um er lyk­ilþátt­ur í að auka sam­keppn­is­hæfni Íslands til framtíðar og til að við get­um sem best tek­ist á við þær sam­fé­lags­legu áskor­an­ir sem örar tækni­breyt­ing­ar hafa á heim­inn.

Kenn­ara­starfið er mik­il­væg­ast

Stærsta áskor­un ís­lensks mennta­kerf­is er yf­ir­vof­andi kenn­ara­skort­ur. Það er ein­dreg­in skoðun mín að kenn­ara­starfið sé mik­il­væg­asta starf sam­fé­lags­ins þar sem það legg­ur grunn­inn að öll­um öðrum störf­um. Í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að finna full­fjár­magnaðar aðgerðir til þess að fjölga kenn­ur­um. Gott mennta­kerfi verður ekki til án góðra kenn­ara. Kenn­ar­ar eru und­ir­staða mennta­kerf­is­ins og drif­kraft­ar já­kvæðra breyt­inga í skóla­starfi. Ég er sann­færð um að okk­ur tak­ist að snúa vörn í sókn með þess­um aðgerðum og fleir­um til og fjölga þannig kenn­ur­um í ís­lensku mennta­kerfi til framtíðar.

Nýtt náms­styrkja­kerfi

Vinna við heild­ar­end­ur­skoðun náms­lána­kerf­is­ins geng­ur vel og hef ég boðað að frum­varp um end­ur­skoðun á Lána­sjóði ís­lenskra náms­manna verði lagt fram í haust. Mark­miðið með nýju kerfi er aukið jafn­rétti til náms og skil­virkni, jafn­ari styrk­ir til náms­manna, betri nýt­ing op­in­bers fjár og auk­inn stuðning­ur við fjöl­skyldu­fólk. Tals­verð breyt­ing hef­ur orðið á stöðu Lána­sjóðsins und­an­far­in ár sem end­ur­spegl­ast fyrst og fremst í fækk­un lánþega hjá sjóðum. Skóla­árið 2009-10 voru lánþegar hjá sjóðnum um 14.600 en skóla­árið 2017-18 voru þeir um 7.000. Það er fækk­un um 52%. Sam­hliða fækk­un und­an­far­in ár hafa fram­lög rík­is­ins ekki minnkað og ber hand­bært fé sjóðsins þess glögg­lega merki. Árið 2013 nam það um ein­um millj­arði kr. En í lok árs 2018 er áætlað að það nemi rúm­um 13 millj­örðum kr. Staða sjóðsins er því mjög sterk og skap­ar hún kjöraðstæður til að ráðast í kerf­is­breyt­ing­ar sem bæta kjör náms­manna. Nýtt styrkja- og náms­lána­kerfi er að fullu fjár­magnað en að auki verða fram­lög til sjóðsins end­ur­skoðuð ár­lega miðað við fjölda lánþega hverju sinni. Lána­sjóður­inn er eitt mik­il­væg­asta jöfn­un­ar­tæki sem við eig­um og það er mik­il­vægt að búa þannig um hnút­anna að svo verði áfram raun­in.

Fjölg­um starfs- og tækni­menntuðum

Á síðustu árum hafa fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins einnig hækkað veru­lega. Þannig hafa fram­lög til fram­halds­skóla­stig­ins farið úr rúm­um 30 millj­örðum kr. árið 2017 og í rúm­lega 35 millj­arða í ár. Þetta jafn­gild­ir um 16% hækk­un. Þessi hækk­un mun halda sér sam­kvæmt nýkynntri fjár­mála­áætl­un en fjár­heim­ild­ir munu halda sér þrátt fyr­ir fækk­un nem­enda í kjöl­far stytt­ing­ar náms til stúd­ents­prófs. Hækk­un­in ger­ir fram­halds­skól­um m.a. kleift að bæta náms­fram­boð, efla stoðþjón­ustu sína og end­ur­nýja búnað og kennslu­tæki. Helstu mark­mið okk­ar á fram­halds­skóla­stig­inu eru að hækka hlut­fall nem­enda sem ljúka starfs- og tækni­námi, fjölga nem­end­um sem út­skrif­ast á fram­halds­skóla­stig­inu og að nem­end­ur í öll­um lands­hlut­um hafi aðgengi að fjöl­breyttu bók- og starfs­námi.

Íslensk­an í önd­vegi og barna­menn­ing

Við ætl­um að halda áfram að styðja við menn­ingu, list­ir, íþrótta- og æsku­lýðsmál og fjöl­miðlun í land­inu. Við höf­um verið að hækka fram­lög til menn­ing­ar­mála síðan 2017 þegar þau námu um 12 millj­örðum króna. Í fjár­mála­áætl­un­inni er gert ráð fyr­ir að þau verði að meðaltali um 15 millj­arðar ár­lega. Við setj­um ís­lensk­una í önd­vegi með fjölþætt­um aðgerðum sem snerta ólík­ar hliðar þjóðlífs­ins en mark­mið þeirra allra ber að sama brunni; að tryggja að ís­lenska verði áfram notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins. Í stjórn­arsátt­mál­an­um er kveðið á um að bæta rekstr­ar­um­hverfi bóka­út­gef­enda, skap­andi greina og fjöl­miðla. Til að fylgja því eft­ir ger­um við ráð fyr­ir ár­leg­um stuðningi sem nem­ur 400 millj­ón­um kr. við út­gáfu bóka á ís­lensku, 400 millj­ón­um kr. vegna aðgerða til að bæta starfs­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla og 100 millj­ón­um kr. til nýs Barna­menn­ing­ar­sjóðs Íslands. Lögð er áhersla á að bæta aðgengi að menn­ingu og list­um, ekki síst fyr­ir börn og ung­menni, efla vernd­un á menn­ing­ar­arfi þjóðar­inn­ar, rann­sókn­ir og skrán­ingu. Einnig verður lögð áhersla á að bæta um­gjörð og auka gæði í skipu­lögðu íþrótta- og æsku­lýðsstarfi. Til skoðunar er sá mögu­leiki að setja á stofn barna- og vís­inda­safn til að efla og styrkja áhuga ungu kyn­slóðar­inn­ar á menn­ingu, vís­ind­um og tækni.

Í fjár­mála­áætl­un­inni er er horft til framtíðar, þ.e. að mennt­un, menn­ing og vís­indi auki lífs­gæði fólks í land­inu. Við höld­um áfram að styðja við ís­lenskt efna­hags­líf með því að fjár­festa í slík­um grunnstoðum og bæta þannig lífs­kjör­in í land­inu.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. mars 2019.