Categories
Greinar

Opið bréf til Daða Más fjármálaráðherra

Deila grein

19/02/2025

Opið bréf til Daða Más fjármálaráðherra

Sæll Daði Már Kristó­fers­son! Þegar þú ung­ur dreng­ur stóðst á hlaðinu í Reyk­holti og horfðir yfir hið fagra hérað Borg­ar­fjörð, þá hreifstu af hinni miklu feg­urð og land­gæðum sem blöstu við í ríki Snorra Sturlu­son­ar! Gróið hérað glæsi­leg lönd bænda og land­búnaðar­ins, jarðhiti, blóm­leg bænda­býli og gott und­ir bú. Þú hef­ur hugsað til Snorra og bók­fell­anna sem naut­in gáfu til að skrifa sögu Íslands og Norður­land­anna. Þú hef­ur heill­ast af þeim tæki­fær­um sem land­búnaður­inn gaf og gæti enn gefið þjóð þinni. Þú hugsaðir um að gam­an væri að mennta þig í land­búnaðarfræðum og árið 2000 út­skrifaðistu með B.Sc.-gráðu í land­búnaðarfræðum frá Land­búnaðar­há­skóla Íslands á Hvann­eyri. Sama ár sótt­ir þú þér meist­ara­gráðu frá Agricultural Uni­versity í Nor­egi, allt eft­ir hag­fræðinámið.

Þú hef­ur sem land­búnaðar­hag­fræðing­ur sinnt land­búnaði og oft flutt góð er­indi og til­lög­ur á bændaþing­um. Nú skrifa ég þér þess­ar lín­ur af því að þú kannt fræðin bet­ur en flest­ir og komn­ar eru upp deil­ur við ESB út af skil­grein­ingu á ost­um sem snýr að öll­um EES-þjóðunum Íslandi, Nor­egi og Sviss. Um er að ræða 85% mjólkurost með jurta­feiti. Spurn­ing­in er und­ir hvort flokk­ast ost­ur­inn, mjólk eða jurta­ríkið? Þú veist jafn­vel og und­ir­ritaður að 45% vín er sterkt vín, að bjór og hvítt og rautt er létt­vín, hvað þá 85% mjólkurost­ur, hann hlýt­ur að vera frá land­búnaði. Nor­eg­ur og Sviss hafa haldið sinni skil­grein­ingu þrátt fyr­ir kröfu­gerð ESB, Nor­eg­ur í 12 ár. Verði niðurstaða þín röng tapa tíu til fimmtán bænd­ur á Íslandi vinnu sinni við að fram­leiða mjólk að talið er. Og ef þú ger­ir mis­tök munu heild­sal­ar gera kröfu um að þú far­ir rangt að á fleiri sviðum í þinni embætt­is­færslu. Ég treysti þér þar til annað kem­ur í ljós, Daði Már.

Sann­leik­ur­inn birt­ist enn og aft­ur

Er þetta er ritað, 17. fe­brú­ar, ligg­ur fyr­ir enn ein niðurstaða dóm­stóla í máli þar sem sjón­ar­miðum þeirra sem sótt hafa ít­rekað að rík­inu var hafnað enn og aft­ur. Þetta snýst um skil­grein­ing­ar skatta- og tolla­yf­ir­valda um toll­flokk­un á pizza­osti, sem eins og fyrr seg­ir er sam­sett­ur af 85% hluta mjólkurosts. Á það þá að vekja undr­un og jafn­vel átök að slík vara kall­ist ost­ur? Sér­fræðing­ar viðkom­andi stofn­ana hafa unnið sitt starf sam­kvæmt skyldu sinni og af sann­fær­ingu við viðkom­andi toll­flokk­un.

Það er skylda hvers manns, og ekki síst stjórn­mála­manna, að gæta að hags­mun­um okk­ar allra. Þeir fel­ast hvað sterk­ast í því að verja markaðs- og fram­leiðslu­hags­muni þjóðar­inn­ar sem og at­vinnu­tæki­færi okk­ar. Það er ekki til­vilj­un ein að okk­ur stærri lönd, og sam­bönd þeirra, verji fyrst og fremst markaðs- og fram­leiðslu­hags­muni sinna þjóða og þá verðmæta­sköp­un sem þeim fylg­ir.

En nú er mál að linni. Þess­ari sneypu­för sem fólg­in er í veg­ferðinni um þenn­an pizza­ost verður að ljúka. Mál­flutn­ing­ur þeirra sem sótt hafa að stofn­un­um rík­is­ins í gegn­um dóm­stóla er bor­inn fram í – að menn halda – fleytifullri fötu sann­leik­ans. En það er ekki svo – fat­an held­ur engu og allt lek­ur úr aft­ur og aft­ur eins og forðum.

Botn­inn er suður í Borg­ar­f­irði!

Guðni Ágústsson, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. febrúar 2025.