[fusion_builder_container hundred_percent=”yes” overflow=”visible”][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”no” center_content=”no” min_height=”none”]
Fiskeldi er ört vaxandi og spennandi atvinnugrein á Íslandi. Um 40% af fiski sem neytt er í heiminum í dag er eldisfiskur og t.d. í Færeyjum og Noregi hefur verið gríðarmikill vöxtur í greininni. Mikil umræða hefur verið um sjókvíaeldi að undanförnu og hefur umræðan á stundum verið ómarkviss og órökstudd. Mikilvægt er að ræða þessi mál af yfirvegun og með staðreyndir að vopni.
Aukið eftirlit, meiri rannsóknir og stefnumótun
Í því augnamiði að skapa skýrari ramma og meiri sátt um fiskeldið hef ég ákveðið að hafin verði vinna við stefnumótun, auka rannsóknir og auka eftirlit.
Stefnumótunin er mikilvæg og þá sérstaklega til þess að horfa til samfélags- og efnahagslegra áhrifa, gjaldtöku á nýtingu auðlindarinnar, umhverfisáhrifa og fleiri þátta.
Það er öllum til hagsbóta að eftirlit og rannsóknir séu öflugar í þessari grein og ekki síður að störfin séu staðsett nálægt greininni. Rannsóknarhlutinn er ekki hvað síður mikilvægur en nauðsynlegt er að meta lífríki fjarðanna með tilliti til hve mikið álag þeir þoli, hvaða áhrif þetta hefur á annað lífríki og svo framvegis.
Miðstöð fiskeldis á Vestfjörðum
Í ráðherratíð minni hef ég haft það að leiðarljósi að ný störf á vegum míns ráðuneytis verði helst til úti á landi. Það er því ánægjulegt að geta tilkynnt um að yfirmaður nýs fiskeldissviðs Hafrannsóknarstofnunar verður staðsettur á Ísafirði frá árinu 2018 en nú þegar verða ráðnir tveir sérfræðingar á Ísafjörð sem m.a. munu sinna fyrrnefndum innfjarðarrannsóknum. Hjá Matvælastofnun verða til tvö ný störf í eftirliti og verða þau staðsett á Austfjörðum annars vegar og sunnanverðum Vestfjörðum hins vegar en á þessum tveimur landshlutum er eldisuppbyggingin hvað mest.
Þessar aðgerðir eru í takt við skýrslu Vestfjarðarnefndarinnar sem afgreidd var úr ríkisstjórn í seinasta mánuði en þar var kveðið á um að miðstöð fiskeldismála yrði á Vestfjörðum. Í skýrslunni er einnig kveðið á um að byggt verði upp fræðasetur á sunnanverðum Vestfjörðum tengt fiskeldi t.d. í samvinnu við Hólaskóla og er ég mjög áfram um að svo verði.
Einnig má geta þess að 1. September opnaði útibú Fiskistofu á Ísafirði aftur með tveimur starfsmönnum en Fiskistofa er rannsóknaraðili ef t.d. slysasleppingar verða í eldi.
Sjálfbær nýting
Það er allra hagur að ganga vel um náttúruna. Mikilvægt er að skilyrði og umgjörð um greinina sé eins og best verður á kosið og í sem mestri sátt við samfélag og umhverfi. Í leyfisferlinu í dag þurfa umsækjendur að reiða fram mikið magn af upplýsingum sem liggja svo til grundvallar hvort leyfið skuli veitt ásamt áliti fagstofnana. Fyrir rúmlega ári síðan voru innleiddir hér á landi ströngustu staðlar Norðmanna og hér í ráðuneytinu er stöðugt fylgst með framþróun á aðferðum, búnaði og öðru sem viðkemur eldinu.
Samfélagslegi þátturinn
Gífurlegur viðsnúningur hefur orðið í byggðaþróun á Vestfjörðum í kjölfar uppbyggingar eldisins. Fjöldi umsókna um leyfi hefur stóraukist og hefur verið sótt nánast um hvern einasta blett sem einhver möguleiki er á að geta stundað eldi. Það er virkilega ánægjulegt að sjá líf og framkvæmdir í byggðarlögum nú sem áttu í vök að verjast fyrir nokkrum árum. Skólarnir orðnir fullir og vöntun á íbúðarhúsnæði. Við þessar aðstæður megum við samt sem áður ekki fara fram úr okkur. Ég hef lagt áherslu á að uppbygging sjókvíaeldis taki tillit til annarrar nýtingar og atvinnusköpunar sem fyrir er á svæðunum og ég hef fulla trú á því svo geti orðið.
Að þessu öllu sögðu er það mín trú að með öflugri stefnumótun undirbyggðri af vísindum og rannsóknum getum við byggt upp öfluga atvinnugrein í sátt við umhverfið, samfélaginu og þjóðinni til hagsbóta.
Gunnar Bragi Sveinsson
Greinin birtist á www.bb.is 7. október. 2016. [/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]