Categories
Greinar

Það styttir alltaf upp og lygnir

Deila grein

14/04/2020

Það styttir alltaf upp og lygnir

Alþjóðleg­ur dag­ur lista er í dag. Víða um ver­öld hef­ur menn­ing­in gert það sem hún ger­ir best á erfiðum tím­um; veitt hugg­un, afþrey­ingu og inn­blást­ur. Íslend­ing­ar eru list­hneigðir og menn­ing­ar­neysla hér á landi er meiri en víðast ann­ars staðar. Í ferðalög­um okk­ar inn­an­húss höf­um við nýtt tím­ann til að lesa góðar bæk­ur, horfa á kvik­mynd­ir og þátt­araðir og njóta tón­list­ar. Skoða má heilu mynd­list­ar- og hönn­un­ar­sýn­ing­arn­ar gegn­um streym­isveit­ur og fjöl­miðla.

Ekk­ert af þessu er þó sjálfsagt. Menn­ing­ar­líf verður að rækta og viðhalda. Nú­ver­andi aðstæður hafa til dæm­is komið illa við tón­list­ar­menn og sviðslista­fólk sem hef­ur orðið fyr­ir miklu tekjutapi vegna viðburða, sýn­inga og tón­leika sem fallið hafa niður. Í könn­un sem Banda­lag ís­lenskra lista­manna (BÍL) gerði meðal fé­lags­manna sinna sögðust um 70% sjálf­stætt starf­andi lista­manna hafa orðið at­vinnu- og verk­efna­laus­ir vegna COVID-19. BÍL spá­ir því að á þrem­ur mánuðum muni þetta eiga við um 90% þeirra.

Vegna mik­il­væg­is menn­ing­ar hef­ur rík­is­stjórn­in ákveðið að veita strax viðspyrnu og verður yfir hálf­um millj­arði í fyrsta aðgerðapakk­an­um varið til menn­ing­ar, lista og skap­andi greina. Þessu fjár­magni er ætlað að brúa bilið fyr­ir lista­fólkið okk­ar þar til hjól sam­fé­lags og at­vinnu­lífs fara að snú­ast á nýj­an leik. Með aðstoð miðstöðva lista og skap­andi greina fer fjár­magnið í gegn­um sjóði og fag­stjórn­ir þeirra sem taka munu við um­sókn­um og út­hluta styrkj­um strax í maí. Þá fer hluti fjár­magns­ins til mik­il­vægra verk­efna sem snú­ast um menn­ing­ar­minj­ar og að gera menn­ing­ar­arf okk­ar aðgengi­legri.

Afrakst­ur þess­ar­ar fjár­fest­ing­ar er óum­deild­ur. Menn­ing og list­ir eru auðlind sem skil­ar efna­hags­leg­um gæðum til sam­fé­lags­ins í formi at­vinnu, fram­leiðslu á vöru og þjón­ustu til neyslu inn­an­lands og út­flutn­ings. Við þurf­um ekki annað en að horfa til þeirra landa sem fremst eru, þar sem rann­sókn­ir sýna að skap­andi at­vinnu­grein­ar eru ekki ein­ung­is hratt vax­andi burðargrein­ar, held­ur eru þær sveigj­an­legri, vaxa hraðar en aðrar at­vinnu­grein­ar, skapa aukið virði inn­an annarra at­vinnu­greina og eru oft ná­tengd­ar því sem helst virðist horfa til framtíðar. Þessi lönd hafa með ýms­um hætti reynt að greiða leið frum­kvöðla og fyr­ir­tækja á sviði skap­andi greina með hvetj­andi aðgerðum.

Nú er rétti tím­inn til að sækja fram. Menn­ing­in verður efld og við reiðum okk­ur á skap­andi grein­ar til framtíðar. Ljóst er að þar er einn okk­ar mesti auður og vilj­um við rækta hann áfram. Þrátt fyr­ir mikla ágjöf vegna far­sótt­ar­inn­ar, þá mun­um við kom­ast í gegn­um þetta eða eins og fram kem­ur í texta Jóns R. Jóns­son­ar: „Það hvess­ir, það rign­ir en það stytt­ir alltaf upp og lygn­ir.“

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. apríl 2020.