Þetta er ekki bara saklaus brandari! Það er erfitt fyrir mig að trúa því́, að fulltrúi fólksins – Flokks flokksins – frambjóðandi til þings geri grín að kjósendum sinum og láti jafnvel birti það opinberlega. Neikvæð framsetning í́ fjölmiðlum viðheldur neikvæðri ímynd í garð Pólverja. Jafnvel þó́ svo að það sé gert með gríni. Var tilgangurinn með þessu að móðga, særa eða gera lítið úr þessum samfélagshóp? Ég bara spyr.
Það er alltaf gott að grínast, en maður þarft að vita hvers konar brandarar eru viðeigandi og þá einnig hvort það sé þess virði að deila þeim opinberlega. Fólk gerir ekki grín að fólki sem það telur sig fulltrúa fyrir. Í dag saklaus brandari og á morgun hvað? Svona saklausir brandarar hafa því́ miður mikinn kraft, því þeir eru endurteknir af börnum, fullorðnum í skólum og á vinnustöðum. Hvernig á Pólverjum að liða við að heyra svona brandara?
Við viljum byggja upp eitt, sterk og virðingarfullt samfélag, svo þetta er ekki rétta leiðin. Hvers vegna er þessi brandari ekki saklaus? Vegna þess að það veldur neikvæðum tilfinningum, vegna þess að honum er beint til einnar þjóðar. Pólverjar á Íslandi eru stærsti hópur innflytjenda.
Þeir eru duglegt, heiðarlegt fólk sem starfar á fjölmörgum sviðum og halda atvinnulífi á Íslandi gangandi, jafnvel þegar illa gengur. Við verðum að vera meðvituð um að þetta fólk á ekki skilið að því́ sé hæðst. Þeir eiga skilið virðingu. Við sem komum frá Póllandi og höfum tekið hér virkan þátt i ́ samfélaginu, lagt okkar af mörkum við að gera samfélagið hér á Íslandi jafn gott og það raunverulega er – erum líka kjósendur. Við samþykkjum þetta ekki. Það er með öllu óásættanlegt.
Anna Karen Svövudóttir, skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi og kemur frá Póllandi.
Greinin birtist fyrst á visir.is 5. september 2021.