Categories
Greinar

Vaxandi tölur

Deila grein

29/09/2014

Vaxandi tölur

Jóhanna maría_SRGB_fyrir_vefÞar kemur fram greinileg aukning á tilkynningum til yfirvalda á milli áranna eða 8%. Tilkynningarnar vörðuðu 4.880 börn árið 2013 og voru þar drengir í meirihluta tilfella. Þá fjölgar tilkynningum í Reykjavík um 12% og á landsbyggðinni um 10%, en fækkar aðeins í nágrenni við Reykjavík. Mál 69% barna sem tilkynnt var um á árinu 2013 fóru í könnun eða voru opin barnaverndarmál. Þetta hlutfall hefur farið vaxandi á síðustu árum, en t.d. var það 60% árið 2011.

Það þarf að líta það alvarlegum augum að ekki sé vitað hvort þessi aukning stafi nákvæmlega af meira svigrúmi barnaverndarnefndar til þess að kanna mál og/eða hvort málin séu nú alvarlegri en fyrr, sér í lagi þegar um er að ræða eins alvarlegan málaflokk og raun er.

Samvinna þings og þjóða

Á Norðurlöndum hefur Ísland vakið athygli fyrir vinnu sína í félags- og barnaverndarþjónustu, árangur þeirra verkefna hefur sýnt okkur fram á hve mikilvægt er að vinna forvarnarstarf og grípa strax í taumana þegar að eitthvað fer miður. Margir fagaðilar hafa komið til landsins til að kynna sér þá vinnu. Þarna er gott dæmi um styrkleika eins lands á sérstöku sviði sem vel er hægt að miða áfram til annarra landa og þau geti nýtt sér í sinni vinnu.

Þingmenn eiga stóran þátt í velferð barna, það er okkar hlutverk að búa til umhverfi þar sem forvarnir, inngrip sem fyrst og góð úrræði eigi sem greiðasta leið. Í skýrslu Barnaverndarstofu kemur fram að börnum á Stuðlum og öðrum meðferðarheimilum hefur fækkað í kjölfar aukinnar meðferðar barna í nærumhverfi þeirra. Hluti af skyldu okkar alþingismanna er að vernd barna nái virkilega til þeirra og utan um þau en endi ekki við þröskuld heimilanna. 

Jóhanna María Sigmundsdóttir

Greinin birtist í Morgunblaðinu 27. september 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.