Categories
Greinar

Veldisvöxtur í lestri

Deila grein

12/06/2019

Veldisvöxtur í lestri

Það að lesa er sjálf­sagður hlut­ur fyr­ir marga, fæst­ir hugsa nokkuð um það hversu mikið þeir lesa á degi hverj­um. Fyr­ir unga les­end­ur skipt­ir það hins veg­ar lyk­il­máli hversu mikið, hversu oft og hvers kon­ar efni þeir lesa. Nú er sum­arið runnið upp, þá er tími úti­vist­ar, leikja og ferðalaga en á þeim tíma er sér­stak­lega mik­il­vægt að hjálpa unga fólk­inu okk­ar að muna eft­ir lestr­in­um. Það er staðreynd að ef barn les ekk­ert yfir sum­ar­tím­ann get­ur orðið allt að þriggja mánaða aft­ur­för í lestr­ar­færni þess í frí­inu. Hið já­kvæða er að það þarf ekki mikið til að börn viðhaldi færn­inni eða taki fram­förum. Rann­sókn­ir sýna að til þess að koma í veg fyr­ir slíka aft­ur­för dug­ar að lesa 4-5 bæk­ur yfir sum­arið, eða lesa að jafnaði tvisvar til þris­var í viku í um það bil 15 mín­út­ur í senn. Í þessu sam­hengi má segja að hver mín­úta skipti máli.

Sam­kvæmt breskri lestr­ar­rann­sókn skipt­ir ynd­is­lest­ur sköp­um þegar kem­ur að orðaforða barna, en orðaforði er grund­vall­arþátt­ur lesskiln­ings og þar með alls ann­ars náms. Rann­sókn­in leiddi í ljós að ef barn les í 15 mín­út­ur á dag alla grunn­skóla­göngu sína kemst það í tæri við 1,5 millj­ón­ir orða. Ef barnið les hins veg­ar í um 30 mín­út­ur á dag kemst það í tæri við 13,7 millj­ón­ir orða. Sá veld­is­vöxt­ur gef­ur skýr­ar vís­bend­ing­ar um hversu mik­il­væg­ur ynd­is­lest­ur er fyr­ir ár­ang­ur nem­enda.

En við les­um ekki lestr­ar­ins vegna held­ur af áhuga. Því eru skemmti­leg­ar bæk­ur og hæfi­lega flókn­ir text­ar besta hvatn­ing­in sem get­um fært ung­um les­end­um. Hver ein­asti texti er tæki­færi, hvort sem hann er í bók, á blaði eða á skjá og sem bet­ur fer eru ung­ir les­end­ur áhuga­sam­ir um allt mögu­legt. Ég hvet alla til þess að vera vak­andi fyr­ir áhuga­sviði ungra les­enda í sín­um ranni og miðla fróðlegu, skemmti­legu og krefj­andi les­efni áfram til þeirra með öll­um mögu­leg­um ráðum. Það er ekki bara gott og upp­byggi­legt fyr­ir viðkom­andi les­anda held­ur okk­ur öll. Á bóka­söfn­um lands­ins má til að mynda finna spenn­andi og áhuga­vert efni fyr­ir alla ald­urs­hópa. For­senda þess að verða virk­ur þátt­tak­andi í lýðræðisþjóðfé­lagi er góð lestr­ar­færni; að geta lesið, skrifað og gert grein fyr­ir skoðunum sín­um. Því er það sam­fé­lags­legt verk­efni okk­ar allra að bæta læsi og lestr­ar­færni á Íslandi, þar höf­um við allt að vinna.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. júní 2019.