Categories
Fréttir

Rétt merktur kjörseðill B-lista

Deila grein

31/05/2014

Rétt merktur kjörseðill B-lista

Hér er rétt merktur kjörseðill Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík.
aaarettmerkturkjorsedill

Categories
Greinar

Tálsýnir og veruleikinn

Deila grein

28/05/2014

Tálsýnir og veruleikinn

Silja-Dogg-mynd01-vefUndirrituð hefur átt sæti í atvinnu-og hafnaráði Reykjanesbæjar sl. fjögur ár. Samstarfið í ráðinu hefur verið til fyrirmyndar. Fyrsta árið okkar fór í ná nauðasamningum við kröfuhafana því eins og flestir vita þá skuldar hafnarsjóður nú ríflega sjöþúsund milljónir króna. Stærstur hluti þeirrar upphæðar er tilkominn vegna framkvæmda við Helguvík, sumir segja ótímabærra en ég læt það liggja á milli hluta hvort svo hafi verið. Nú berast fregnir að því að kísilfyrirtækið United Silicon hyggist hefja lóðaframkvæmdir í Helguvík í dag; er allt að fara af stað? Vonandi.

Lóðaframkvæmdir og hvað svo?

Síðasti fundur hafnarráðs var haldinn í sl. viku. Við vorum sammála að margt hefði gerst á þessum fjórum árum í atvinnumálum, t.a.m. atvinnuuppbygging á Reykjanesi, stækkun Flugstöðvarinnar og gróskumikið starf á Ásbrú. En á hinn bóginn hefðu við öll viljað sjá atvinnulífið í Helguvík verða að veruleika á þessum tíma, en svo varð því miður ekki.

Nú berast fréttir af því að United Silicon, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa fest sér lóð á svæðinu, ætli að hefja jarðvegsframkvæmdir í dag, 28. maí. Hafnarstjóri sendi starfsmönnum hafnarráðs þann 27. maí tölvupóst þar sem segir: „United Silicon hafa tilkynnt að þeir muni byrja að jarðvegsskipta inn á lóð sinni sem þeir keyptu 2012. ÍAV hf. munu trúlega byrja á morgun við framkvæmdirnar. Reykjaneshöfn mun ekki semja við ÍAV við holræsalagnir í Helguvík fyrr en greiðsla berst frá U.S. eins og við ræddum um á síðasta stjórnarfundi.“

Veruleikinn- Staðan er óbreytt

Ég verð að viðurkenna að ég veðraðist aðeins upp við þessar framkvæmdafréttir fjölmiðla. Það skyldi þó ekki vera að nú væru hlutirnir að fara að gerast, þremur dögum fyrir kosningar? Þegar betur er að gáð þá er staðan óbreytt í Helguvík. United Silicon á eftir að greiða Reykjaneshöfn 100 milljónir, sem er fyrsta afborgun. Greiðslan er ekki gjaldfallin en eigendur United Silicon munu ekki greiða þessa upphæð fyrr en raforkusamningur við Landvirkjun hefur verið fullgildur. Menn stefna á að það verði gert fyrir júnílok.

Látum verkin tala

Við vonum svo sannarlega öll að atvinnuuppbygging í Helguvík fari af stað sem fyrst. Enn sem komið er eru samningar ekki í höfn. Reynsla sl. 4 ára í atvinnu-og hafnaráði hefur kennt mér að viljayfirlýsingar og yfirlýsingar almennt hafa lítið gildi. Það borgar sig ekki að hlaupa upp til handa og fóta um leið og einhver segist vera með hugmynd eða hafa áhuga. Það sem skiptir raunverulega máli eru undirritaðir samningar og að menn greiði hafnarsjóði það sem þeim ber. Aðeins þá trúi ég að verkefnin verði að veruleika.

Spörum ótímabærar yfirlýsingar og látum verkin tala. X-B fyrir breytingar í Reykjanesbæ!

 

Silja Dögg Gunnarsdóttir, fulltrúi Framsóknar í atvinnu-og hafnarráði og alþingismaður.

Categories
Fréttir

Áríðandi skilaboð frá ungum framsóknarmönnum

Deila grein

27/05/2014

Áríðandi skilaboð frá ungum framsóknarmönnum

logo-suf-forsidaHér að neðan má sjá áríðandi skilaboð frá ungum framsóknarmönnum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Það er mikilvægt að ungt fólk nýti atkvæðisrétt sinn og hefur Framsókn á að skipa ungum frambjóðendum um land allt sem eru tilbúnir að endurspegla hugmyndir og hugsjónir ungs fólks og koma þeim í framkvæmd.
 
ungir-siguroliSiguróli Magni Sigurðsson, 3. sæti á Akureyri
 
 
 
ungir-karenKaren H. Karlsdóttir Svendsen, 4. sæti í Árborg
 
 
 
ungir-johannaJóhanna María Kristinsdóttir, í 12. sæti í Reykjanesbæ
 
 
 
 
Á kjördag setjið þið X við B á kjörseðlinum.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Kosningaskrifstofur B-lista

Deila grein

25/05/2014

Kosningaskrifstofur B-lista

Categories
Greinar

Á aðeins einu ári

Deila grein

23/05/2014

Á aðeins einu ári

Sigmundur Davíð GunnlaugssonÍ dag er liðið eitt ár frá því að ný ríkisstjórn hóf sókn í þágu lands og þjóðar eins og kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu hennar. Leiðarljós ríkisstjórnarinnar er bættur hagar heimilanna í landinu og efling atvinnulífs með aukinni verðmætasköpun í almannaþágu. Á aðeins einu ári hafa orðið gríðarmiklar framfarir á fjölmörgum sviðum.

Hagþróun og atvinnumál
4.000 ný störf (heil ársverk) hafa orðið til frá því að ný ríkisstjórn tók við. Það eru að jafnaði 11 störf á dag eða 16 hvern virkan dag.

Hagvöxtur tók mikinn kipp síðastliðið haust. Hinn aukni hagvöxtur seinni hluta ársins var langt umfram spár og með því mesta sem þekkist meðal iðnvæddra þjóða. Þess er nú vænst að hagvöxtur aukist enn á þessu ári og því næsta.

Verðbólga er komin niður fyrir viðmiðunarmörk Seðlabankans í aðeins annað skipti í heilan áratug og í fyrsta skipti hefur verðbólga haldist undir viðmiðunarmörkum í nokkra mánuði í röð. Afleiðingin er aukinn kaupmáttur.

Kaupmáttur hefur aukist meira á tímabilinu en nokkru sinni frá árinu 2007. Ætla má að kaupmáttur, það hvað fólk getur keypt fyrir launin sín, aukist nú hraðar á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi.
Atvinnuleysi fer enn minnkandi og er nú í kringum 4% á sama tíma og meðaltals atvinnuleysi á evrusvæðinu er búið að ná nýjum hæðum í 12 prósentum.

Ferðamönnum fjölgaði um 34% fyrstu 4 mánuði ársins frá sama tímabili í fyrra. Ný ríkisstjórn ákvað að hverfa frá áformum síðustu ríkisstjórnar um að hækka skatta á ferðaþjónustu. Áformin voru talin ótímabær því þau myndu draga úr vexti greinarinnar og skerða tekjur þeirra sem selja ferðamönnum vörur og þjónustu og þar með tekjur ríkisins. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu eru orðnar meiri en af sjávarútvegi.

Fjárfesting hefur aukist, ekki hvað síst meðal smærri og meðalstórra fyrirtækja. Byggingariðnaðurinn sem gengið hefur í gegnum miklar þrengingar er að taka við sér. Samkvæmt samantekt Viðskiptablaðsins nema þekkt verkefni, bara á sviði hótelbygginga í Reykjavík á næstu þremur árum um 45 milljörðum króna.

Aukin velferð
Jöfnuður hefur aukist þrátt fyrir hraðan hagvöxt. Útlit er fyrir að Ísland haldi stöðu sinni sem það land Evrópu sem er með lægst hlutfall landsmanna undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri einangrun. Samkvæmt síðustu mælingu var hlutfallið 12,7% á Íslandi en meðaltalið í ESB var 25%. Hvað varðar jafna tekjudreifingu mælda með Gini-stuðlinum var Ísland komið í þriðja sæti árið 2013, einkum vegna hlutfallslegrar lækkunar hæstu launa en nú er útlit fyrir að við getum styrkt stöðu okkar með hækkun lægri og meðallauna.

Barnabætur hækkuðu úr 7,5 milljörðum í 10,2 milljarða króna milli ára. Það er þriðjungs aukning.
Tekjuskattur lækkaði um 5 milljarða, mest hjá millitekjufólki.

Framlög til velferðarmála hafa verið aukin til mikilla muna. Skerðingar á greiðslum til öryrkja og eldri borgara sem teknar voru upp árið 2009 voru afnumdar og framlög til almannatrygginga aukin um 9 milljarða eða 11%. Íslensk stjórnvöld hafa aldrei sett jafnmikið fjármagn til félagsmála og á árinu 2014.

Framlög til heilbrigðismála voru aukin um 6,8 milljarða að raunvirði og ráðist í brýnar úrbætur á húsa- og tækjakosti Landspítalans. Það var ekki gert með auknum lántökum heldur sparnaði annars staðar í ríkiskerfinu, einkum í ráðuneytum. Unnið er að undirbúningi uppbyggingar þjóðarsjúkrahúss og eflingu heilbrigðisþjónustu um allt land. Með verkefninu »Betri heilbrigðisþjónusta« er ætlunin að tryggja aðgang allra Íslendinga að heilsugæslulækni.

Endurskoðun menntakerfisins hefur þegar leitt til þess að hægt var að hækka laun kennara í grunn- og framhaldsskólum umtalsvert.

Þrátt fyrir þetta var hallalausum fjárlögum skilað í fyrsta skipti frá árinu 2007.

Nýsköpun, uppbygging og byggðamál
Ný byggðaáætlun mun jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt. Sérstök áhersla verður lögð á stuðning við svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.

Veiðigjaldinu var breytt til að hlífa minni og meðalstórum fyrirtækjum. Ljóst var að ef fylgt hefði verið gjaldtökuaðferðum fyrri ríkisstjórnar hefði mikill fjöldi sjávarútvegsfyrirtækja um allt land komist í þrot og fótunum verið kippt undan byggð í mörgum. Um leið hefði aukin hagræðingarþörf valdið mikilli samþjöppun í greininni. Þrátt fyrir breytingarnar hefur sjávarútvegur aldrei skilað samfélaginu jafnmiklum tekjum og á síðasta ári og fjárfesting og vöruþróun hefur tekið við sér.

Unnið hefur verið að endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins með það að markmiði að hámarka tekjur samfélagsins af greininn um leið og rekstrarumhverfi er tryggt og grundvöllur sjávarbyggðanna er styrktur.

Áhersla ríkisstjórnarinnar á nýtingu tækifæra á norðurslóðum og gerð fríverslunarsamninga hefur þegar sannað gildi sitt. Eitt stærsta hafnafyrirtæki heims, Bremenports, hefur undirritað samning um rannsóknir í Finnafirði með það að markmiði að byggja þar nýja heimshöfn. Um allt norðanvert og austanvert landið er verið að undirbúa framkvæmdir til að nýta tækifæri komandi ára.

Ráðist hefur verið í endurskoðun regluverks með það að markmiði að einfalda líf fólks, nýsköpun í atvinnulífinu og rekstur fyrirtækja.

Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar skilaði 111 tillögum um hvernig spara mætti í ríkiskerfinu. Nú er unnið eftir þeim og öðrum hagræðingaráformum ríkisstjórnarinnar í öllum ráðuneytum.

Samkeppnishæfni Íslands eykst nú hröðum skrefum. Í nýbirtri mælingu á samkeppnishæfni þjóða fór Ísland upp um 4 sæti.

Rannsóknar- og nýsköpunarstarf mun stóreflast með nýsamþykktri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar og Vísinda- og tækniráðs. Þar er gert ráð fyrir verulegri aukningu ríkisframlags til nýsköpunar og rannsókna (aukning upp á allt að 2,8 milljarða) og innleiðingu hvata fyrir atvinnulífið sem skila muni tvöfaldri þeirri upphæð til viðbótar. Með því kemst Ísland í hóp þeirra fáu ríkja sem verja yfir 3% af landsframleiðslu til vísinda og nýsköpunar.

Heimilin
Fyrirheit ríkisstjórnarflokkanna um aðgerðir í skuldamálum heimilanna eru komin til framkvæmda. Búið er að ljúka öllum liðunum 10 í þingsályktunartillögu um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna.

Sérfræðihópur ríkisstjórnarinnar hefur skilað tillögum að því hvernig afnema megi verðtryggingu á nýjum neytendalánum og ríkisstjórnin hefur samþykkt að hrinda áætluninni í framkvæmd.

Skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar hefur verið hrint í framkvæmd. Með því er komið til móts við fólk með stökkbreytt verðtryggð fasteignalán eftir fimm ára bið. Á síðasta kjörtímabili stóð til að skattleggja heimilin til að greiða skuldir gjaldþrota einkabanka. Nú er heimilunum hjálpað að takast á við skuldir sínar og á sama tíma greiða slitabú hinna föllnu banka loks skatt eins og eðlilegt er.
Með skattleysi séreignarsparnaðar gefst fólki tækifæri til að greiða lán sín niður enn meira. Þegar aðgerðirnar koma saman má gera ráð fyrir að fólk geti fært niður lán sín sem nemur allri verðbólgu umfram 2-3% á árunum í kringum hrun.

Með tillögum að nýju húsnæðiskerfi er markmiðið að lækka húsnæðiskostnað heimilanna og auðvelda ungu fólki að eignast húsnæði. Sérstök áhersla er lögð á að bæta stöðu leigjenda og húsnæðissamvinnufélaga, með bættri réttarstöðu, auknu framboði leiguhúsnæðis, skattalegum hvötum, hagkvæmari fjármögnun og þar með lægri leigu auk nýrra húsnæðisbóta sem komi í stað vaxtabóta og taki mið af tekjum en ekki búsetuformi til að auka jafnræði.

Sumar
Það er ákaflega ánægjulegt að geta sagt frá öllum þessum breytingum sem hafa orðið til batnaðar á síðustu tólf mánuðum. Þess má svo geta að bætt vinnubrögð í þinginu urðu til þess að stjórnarmeirihlutanum tókst að afgreiða óvenjumörg mál á tilsettum tíma og aldrei hafa jafnmörg þingmannamál fengið afgreiðslu, þar á meðal mikill fjöldi stjórnarandstöðumála.

Við göngum því inn í sumarið ánægð með veturinn um leið og við búum okkur undir að gera enn betur á næsta ári og hlökkum til að fagna saman 70 ára afmæli lýðveldisins hinn 17. júní. Ég óska landsmönnum öllum góðs og heilladrjúgs sumars.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins

Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. maí 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Landsbankabréfið og Steingrímur

Deila grein

23/05/2014

Landsbankabréfið og Steingrímur

vigdishauksdottirÞegiðu háttvirtur þingmaður, Vigdís Hauksdóttir. Svo mæltist Steingrími J. á lokamínútum klukkustundar ræðu á lokametrum þingsins nú í vor. Síðan sakaði hann forseta þingsins um að sitja sofandi í forsetastól. Aðeins eitt orð skapaði þennan ofsa hjá þingmanninum: »Landsbankabréfið«. Allt byrjaði þetta með samningi 15. desember 2009 þegar Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra. Hann samþykkti að Nýi Landsbankinn gæfi út 260 milljarða skuldabréf til þrotabús gamla Landsbankans í evrum, pundum og bandaríkjadollurum. Eftir að Hæstiréttur dæmdi gengislánin ólögleg komu fram áhyggjur af því að bankinn gæti ekki staðið undir skuldabréfinu. Það voru m.ö.o. færðar handónýtar eignir án nokkurra efnislegra fyrirvara inn í Nýja Landsbankann. Á þessum tíma var nokkuð sjáanlegt að gengistryggð lán væru ólögleg eins og seinna kom á daginn og varað var við. Auk þess var gefið út 92 milljarða skilyrt skuldabréf og er það m.a. ástæða þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar gaf það út á blaðamannafundi þann 3. desember 2010 að meira yrði ekki gert fyrir heimilin, slík var harkan í innheimtuaðgerðum. Saman standa þessi bréf í 350-360 milljörðum í erlendum gjaldeyri sem ekki er til. Þetta er klafi um háls þjóðarinnar um langa framtíð. Hin hliðin og nátengt þessu máli eru Icesave-samningar Steingríms sem að lokum og eftir mikla baráttu voru dæmdir sem ólögvarin krafa. Eftir að fundargerðir frá þessum tíma voru birtar þá er augljóst að allan tímann var verið að friða erlenda kröfuhafa, fórna þjóðarhag og ganga í berhögg við neyðarlögin. Ekki er hægt að hugsa þá hugsun til enda hefði Steingrímur J. náð sínu fram í báðum málum. Því er von að fyrrverandi fjármálaráðherra sem hefur landað svo »glæsilegum samningum« við alþjóðlega fjármálaheiminn fari af hjörum þegar kvenkyns þingmaður uppi á Íslandi truflar handritið og hvísli í hliðarsal Alþingis »Landsbankabréfið«.

Vigdís Hauksdóttir

Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. maí 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

 

Categories
Greinar

Vistheimt gegn náttúruvá

Deila grein

21/05/2014

Vistheimt gegn náttúruvá

Sigurður Ingi JóhannssonÍ ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Formennskuáætlun Íslands ber yfirskriftina „Gróska og lífskraftur“ og eru þessi hugtök grunngildin í stærstu formennskuverkefnum okkar.

Norræna lífhagkerfið er eitt þessara verkefna en það gengur út á að leita leiða til að nýta betur lífrænar auðlindir okkar og þannig draga úr sóun þeirra hráefna sem þær gefa af sér. Lífrænar auðlindir eru einfaldlega allar lifandi auðlindir sem gefa af sér hráefni á borð við fiskafla, beitilönd, landbúnaðarafurðir og skóga sem nýtt eru til verðmætasköpunar.

Tryggja þarf heilbrigði vistkerfanna til að þau geti staðið af sér það álag sem fylgir athöfnum jarðarbúa og náttúruhamförum af ýmsu tagi. Eitt þeirra verkefna sem ráðist hefur verið í undir yfirskrift Norræna lífhagkerfisins kallast „Vistheimt gegn náttúruvá“ (ERMOND) en það er leitt af Landgræðslu ríkisins og Veðurstofunni. Markmið þess er að greina á hvern hátt sé hægt að auka þanþol vistkerfa gegn náttúruvá. Þátttakendur í verkefninu eru stofnanir frá öllum Norðurlöndunum sem sinna náttúruvá og endurheimt vistkerfa.

Þetta verkefni er afar mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að árlega hafa náttúruhamfarir áhrif á líf og lífsafkomu um 200 milljóna jarðarbúa, tugþúsundir farast og eignatjón er gríðarlegt. Manntjón er mest í fátækari ríkjum heims, en í vestrænum ríkjum er tjón einnig tilfinnanlegt, svo sem vegna snjóflóða, storma, eldgosa og vatnsflóða.

Vaxandi áhugi er á að nýta betur getu vistkerfa til að draga úr náttúruvá. Vitað er að votlendi og óshólmasvæði draga mjög úr flóðahættu og skóglendi binda eldfjallaösku og hindra þannig að hún valdi spjöllum.

Skynsamleg nýting og uppbygging á lífauðlindum getur þannig stuðlað að því að draga úr náttúruvá, ef hún er skipulögð með það í huga. Verkefninu „Vistheimt gegn náttúruvá“ er ætlað að stuðla að því að nýta þau tækifæri sem búa í norrænum vistkerfum til að draga úr náttúruvá.

Á Norðurlöndum er að finna mikið hugvit og skapandi hugsun og með norrænu samstarfi hafa Norðurlöndin sýnt svo ekki verður um villst að þau hafa allar forsendur til að vera í fararbroddi á mörgum sviðum. Markmiðið með formennskuáætlun Íslands og þeim verkefnum sem unnið er að innan ramma hennar er að styrkja stöðu Norðurlandanna enn frekar á þessu sviði.

Sigurður Ingi Jóhannsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 21. maí 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Eftirsóttir varahlutir

Deila grein

21/05/2014

Eftirsóttir varahlutir

Silja-Dogg-mynd01-vefMikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. Líffæri geta bjargað mannslífum og aukið lífsgæði fólks. Flestir vilja láta gott af sér leiða og gefa líffæri sín ef mögulegt er en þó eru ýmsar siðferðislegar og praktískar spurningar sem vakna þegar til umræðu er að breyta lögum á þann veg að gert verði ráð fyrir ætluðu samþykki fyrir líffæragjöf.

Ekki tímabærar lagabreytingar
Undirrituð lagði fram frumvarp á haustmánuðum þar sem lögð er til breyting á lögum um brottnám líffæra nr. 16/1991. Takmark lagabreytingarinnar er að fjölga líffæragjöfum. Frumvarpið hefur verið til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis í allan vetur og nefndin hefur skoðað málin niður í kjölinn með því að fá umsagnir og heimsóknir frá ýmsum sem málinu tengjast. Nefndin lagði fram nefndarálit með frávísunartillögu nýlega og Alþingi samþykkti hana. Málið er þó ekki tapað. Menn eru sammála um að brýnt sé að fjölga líffæragjöfum. Nefndin telur hins vegar ekki tímabært að leggja til þessa grundvallarlagabreytingu þar sem breytingin ein og sér hefur ekki tilætluð áhrif skv. reynslu annarra þjóða og einnig gæti hún vegið að sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga.

Skref í rétta átt
Þess ber að geta að þetta mál hefur verið flutt tvisvar áður á Alþingi og því telst þessi afgreiðsla viss áfangasigur fyrir framgöngu þess þó svo að lagabreytingin hafi ekki verið samþykkt. Málið er flókið og afar viðkvæmt að mörgu leyti. Eins og fyrr segir þá var samþykkt á Alþingi þann 12. maí að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar þar sem unnið verði áfram að málinu og nokkur atriði tekin til sérstakrar skoðunar, m.a. að útbúið verði fræðsluefni um líffæragjöf, markvisst verði unnið að þjálfun og fræðslu heilbrigðisstarfsfólks og aðgengilegt verði fyrir einstaklinga að skrá vilja sinn til líffæragjafa. Gert er ráð fyrir að ráðherra skili Alþingi skýrslu á vorþingi 2015 þar sem fram komi niðurstaða þeirrar vinnu sem lögð er til.

Einnig leggur nefndin til að 29. janúar ár hvert verði dagur líffæragjafa. Þar með haldi umræðan um þessi mál áfram í þjóðfélaginu og veki fólk til vitundar um mikilvægi þess að skrá sig sem líffæragjafa. Vonandi eru þetta allt lítil skref í rétta átt.

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist á visir.is 21. maí 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

„Fæðutöff“

Deila grein

19/05/2014

„Fæðutöff“

Sigurður Ingi JóhannssonEygló HarðardóttirVilt þú gera eitthvað skemmtilegt, fræðandi, mikilvægt og uppbyggjandi með börnunum þínum? Ef svarið er já, lestu þá áfram. Jamie Oliver, matargúru með meiru, hefur staðið fyrir alþjóðlegu átaki um skeið undir yfirskriftinni matarbyltingardagurinn 16. maí.  Tilgangurinn er að fá börn til að verða áhugasamari um mat. Allir sem umgangast börn eru hvattir til að kenna þeim að elda mat frá grunni og sýna þeim að slíkur matur er ekki bara bragðgóður heldur geta breyttar matarvenjur líka bætt heilsu og aukið hamingju og velferð þeirra.

Foreldrar – ömmur – afar
Nauðsynlegt er að komandi kynslóðir kunni skil á því að kaupa inn og matreiða úr hollu hráefni svo þær geti tileinkað sér heilbrigðan lífsstíl.  Börn dagsins munu að lokum taka við. Framtíðin er þeirra og því á ábyrgð okkar að þau alist upp með skilning á góðum mat, eða eins og Jamie orðar það upp á ensku „food-smart“. Átak Jamie Oliver er stórskemmtilegt og fróðlegt, en það má finna á www.foodrevolutionday.com. Í tilefni matarbyltingardagsins 16. maí viljum við hvetja alla foreldra, afa og ömmur landsins og aðra þá sem umgangast börn, til þess að taka þátt í átakinu og elda með börnunum góðan mat á föstudaginn eða um helgina.

Tökum þátt
Þeir sem smella ljósmynd af sér og börnum við eldamennskuna geta tekið þátt í ljósmyndahluta verkefnisins hér á landi. Þeir hinir sömu eru hvattir til að senda myndina til velferðaráðuneytisins á netfangið postur@vel.is.  Myndirnar verða birtar á vef ráðuneytisins í lok maí. Við hvetjum alla til að taka þátt í skemmtilega matarbyltingardeginum 16. maí. Eldum saman þannig að komandi kynslóðir verði meðvitaðar um hvað er hollt og gott. Hugum að velferð barnanna okkar.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Stór dagur fyrir heimilin

Deila grein

19/05/2014

Stór dagur fyrir heimilin

Sigmundur Davíð GunnlaugssonÍ gær var opnað fyrir umsóknir um leiðréttingu á höfuðstólslækkun verðtryggðra lána vegna óvænts verðbólguskots áranna í kringum efnahagshrunið. Það er í samræmi við þau loforð sem Framsóknarflokkurinn gaf kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar og í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar.

Þetta er stór dagur fyrir landsmenn en um 100 þúsund heimili geta nýtt sér þau skuldalækkunarúrræði sem nú standa til boða. Þar með er ljóst að ríkisstjórnin hefur staðið við það loforð sitt að setja fólkið í landinu í forgang með því að leiðrétta forsendubrestinn sem yfir heimilin dundi við fall bankakerfisins, þegar hagvöxtur, kaupmáttur, atvinnuleysi og verðbólga fóru öll úr böndunum á sama tíma. Slíkt hefur ekki gerst áður í sama mæli í fyrri efnahagsþrengingum þjóðarinnar.

Skuldaleiðréttingin er réttlætisaðgerð en líka efnahagsleg aðgerð sem hefur, síðan hún kom fram í nóvember, hlotið jákvæðar umsagnir hjá erlendum aðilum sem horft er til í alþjóðlegu viðskiptalífi, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og lánshæfismatsfyrirtækjum, sem hafa hækkað lánshæfismat Íslands í kjölfarið. Mikilvægast er þó að aðgerðirnar munu hafa mikil og jákvæð áhrif á skuldastöðu heimila í landinu og veita þannig heimilunum og þar með samfélaginu öllu öfluga viðspyrnu.

Samhliða þessum aðgerðum er unnið að mikilvægum breytingum á húsnæðislánakerfi landsmanna eins og félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti fyrir skömmu. Breytingarnar eru m.a. til þess ætlaðar að bæta stöðu og kjör leigjenda og húsnæðissamvinnufélaga. Ríkisstjórnin hefur einnig samþykkt áætlun um framhald vinnu við afnám verðtryggingar á nýjum neytendalánum.

Á undanförnu ári hefur efnahagur landsins batnað til mikilla muna. 4.000 ný störf hafa orðið til, hagvöxtur er meiri en hann hefur verið í fjölmörg ár, verðbólga er með allra minnsta móti og kaupmáttur eykst hraðar en í nokkru öðru Evrópulandi. Á aðeins einu ári hafa þar náðst gríðarlega mikilvægir áfangar í því þríþætta markmiði ríkisstjórnarinnar að vinna bug á tjóni fortíðar, koma í veg fyrir að slík áföll endurtaki sig og bæta kjör á Íslandi. Við getum því horft bjartsýn fram á veginn í aðdraganda 70 ára afmælis lýðveldisins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins

Greinin birtist í Fréttablaðinu 19. maí 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.