Menu

Monthly Archives: maí 2014

//maí

Tálsýnir og veruleikinn

Greinar|

Undirrituð hefur átt sæti í atvinnu-og hafnaráði Reykjanesbæjar sl. fjögur ár. Samstarfið í ráðinu hefur verið til fyrirmyndar. Fyrsta árið okkar fór í ná nauðasamningum við kröfuhafana því eins og flestir vita þá skuldar hafnarsjóður nú ríflega sjöþúsund milljónir króna. Stærstur hluti þeirrar upphæðar er tilkominn vegna framkvæmda við Helguvík, sumir segja ótímabærra en ég [...]

Áríðandi skilaboð frá ungum framsóknarmönnum

Fréttir|

Hér að neðan má sjá áríðandi skilaboð frá ungum framsóknarmönnum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Það er mikilvægt að ungt fólk nýti atkvæðisrétt sinn og hefur Framsókn á að skipa ungum frambjóðendum um land allt sem eru tilbúnir að endurspegla hugmyndir og hugsjónir ungs fólks og koma þeim í framkvæmd.   Siguróli Magni Sigurðsson, 3. sæti á [...]

Á aðeins einu ári

Greinar|

Í dag er liðið eitt ár frá því að ný ríkisstjórn hóf sókn í þágu lands og þjóðar eins og kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu hennar. Leiðarljós ríkisstjórnarinnar er bættur hagar heimilanna í landinu og efling atvinnulífs með aukinni verðmætasköpun í almannaþágu. Á aðeins einu ári hafa orðið gríðarmiklar framfarir á fjölmörgum sviðum. Hagþróun [...]

Landsbankabréfið og Steingrímur

Greinar|

Þegiðu háttvirtur þingmaður, Vigdís Hauksdóttir. Svo mæltist Steingrími J. á lokamínútum klukkustundar ræðu á lokametrum þingsins nú í vor. Síðan sakaði hann forseta þingsins um að sitja sofandi í forsetastól. Aðeins eitt orð skapaði þennan ofsa hjá þingmanninum: »Landsbankabréfið«. Allt byrjaði þetta með samningi 15. desember 2009 þegar Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra. Hann samþykkti [...]

Vistheimt gegn náttúruvá

Greinar|

Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Formennskuáætlun Íslands ber yfirskriftina „Gróska og lífskraftur“ og eru þessi hugtök grunngildin í stærstu formennskuverkefnum okkar. Norræna lífhagkerfið er eitt þessara verkefna en það gengur út á að leita leiða til að nýta betur lífrænar auðlindir okkar og þannig draga úr sóun þeirra hráefna sem þær gefa [...]

Eftirsóttir varahlutir

Greinar|

Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. Líffæri geta bjargað mannslífum og aukið lífsgæði fólks. Flestir vilja láta gott af sér leiða og gefa líffæri sín ef mögulegt er en [...]

„Fæðutöff“

Greinar|

Vilt þú gera eitthvað skemmtilegt, fræðandi, mikilvægt og uppbyggjandi með börnunum þínum? Ef svarið er já, lestu þá áfram. Jamie Oliver, matargúru með meiru, hefur staðið fyrir alþjóðlegu átaki um skeið undir yfirskriftinni matarbyltingardagurinn 16. maí.  Tilgangurinn er að fá börn til að verða áhugasamari um mat. Allir sem umgangast börn eru hvattir til að [...]

Stór dagur fyrir heimilin

Greinar|

Í gær var opnað fyrir umsóknir um leiðréttingu á höfuðstólslækkun verðtryggðra lána vegna óvænts verðbólguskots áranna í kringum efnahagshrunið. Það er í samræmi við þau loforð sem Framsóknarflokkurinn gaf kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar og í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta er stór dagur fyrir landsmenn en um 100 þúsund heimili geta nýtt sér þau [...]

Load More Posts