Menu

Monthly Archives: júní 2015

//júní

Fjögur skref til farsældar

Greinar|

Íslenska þjóðin varð fyrir stóráfalli haustið 2008. Það viðskiptaumhverfi sem skapaðist með aðild Íslendinga að Evrópska efnahagssvæðinu, þar sem fjármagnsflutningar milli landa voru algjörlega frjálsir, varð meðal annars til þess að íslenska bankakerfið stækkaði mjög ört og efnahagsreikningar bankanna samsvöruðu tífaldri landsframleiðslu. Ljóst var að stjórnvöld gátu ekki bjargað bankakerfinu vegna stærðar þess og þeirrar [...]

Ísland og Noregur verma bestu sætin

Greinar|

Þessa dagana reyna forystumenn nokkurra flokka að telja almenningi trú um að hér á landi ríki ójöfnuður og halda því fram að ójöfnuður hafi aukist í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þessar fullyrðingar forystumannanna eru rangar. Það rétta er að ójöfnuður hefur ekki aukist, hann hefur minnkað í stjórnartíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Einhver vill halda því [...]

Vinnustaðurinn Alþingi

Fréttir|

Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður, ræddi vinnustaðinn Alþingi í störfum þingsins í gær. „Á bak við hvern þingmann er fólk sem hefur trú á honum og því sem hann hefur fram að færa. Það er staðreynd sem við þurfum að bera virðingu fyrir. Ég reikna fastlega með því að hvert og eitt okkar sé hér með það [...]

„Nýtt“ merki Framsóknar

Fréttir|

Morgunblaðið hafði samband við skrifstofu Framsóknar og spurðist fyrir um „nýtt“ merki Framsóknar á Facebook. Því er til að svara að 19. júní s.l. var merki Framsóknarflokksins skipt út fyrir merki Landssambands Framsóknarkvenna (LFK) í prófílmynd á Facebook. En LFK hefur staðið fyrir öflugu flokksstarfi frá stofnun þess 1981 og var viðeigandi að heiðra starf [...]

Jafnréttissjóður Íslands ver 500 milljónum króna til aukins jafnréttis

Fréttir|

Síðastliðinn föstudag var haldinn á Alþingi hátíðarfundur í tilefni 100 ára kosningaréttarafmælis kvenna á Íslandi. Á fundinum var samþykkt, í tilefni tímamótanna, að stofna Jafnréttissjóð Íslands sem njóti framlaga af fjárlögum næstu fimm ár, 2016–2020, 100 millj. kr. á ári. Jafnréttissjóður Íslands mun styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, flutti tillöguna [...]

Til hamingju með tímamótin Íslendingar

Greinar|

Þann 19. júní 2015 voru 100 ár liðin frá því að íslenskar konur fengu fyrst kosningarétt til Alþings, en það ár fengu konur og stór hópur karlmanna 40 ára og eldri kosningarétt.  Fyrst fékk kosningarétt til Alþingis tiltekinn hópur karla árið 1843 en þessi hópur var aðeins um 2% landsmanna.  Rétturinn rýmkaðist síðan smátt og [...]

Kosningaréttur kvenna í 100 ár

Greinar|

Til hamingju með kvenréttindadaginn, kæru landsmenn. Í dag ber að hugsa til allra þeirra kvenna sem áratugum saman beittu sér fyrir kosningarétti kvenna til Alþingis og karlanna sem studdu þær og greiddu að lokum atkvæði með því að veita konum þessi sjálfsögðu réttindi. Það er merkilegt til þess að hugsa að okkar fámenna og fátæka [...]

Jafnrétti er verkefni allra

Greinar|

19. júní er merkisdagur í sögu íslenskrar jafnréttisbaráttu. Þann dag fyrir 100 árum fengu íslenskar konur og verkamenn kosningarétt og kjörgengi til Alþings. Réttindi sem virðast sjálfgefin nú til dags en þóttu það ekki þegar Ísland varð eitt fyrstu landa heims til að tryggja konum kosningarétt. Síðan þá hefur 19. júní verið tileinkaður baráttunni fyrir [...]

Jafnréttissjóður Íslands

Fréttir|

Í greinargerð með þingsályktunartillögu um jafnréttissjóð Íslands er forystumenn allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi leggja fram segir: „Tillagan gerir ráð fyrir að stjórn Jafnréttissjóðs Íslands verði skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara, kjörnum til fimm ára af Alþingi. Lögð er áhersla á að stjórn sjóðsins eigi samvinnu við samtök kvenna, aðila á [...]

Ályktun LFK: Jafnrétti er ekki einkamál annars kynsins

Fréttir|

Framkvæmdastjórn Landssambands Framsóknarkvenna (LFK) fagnar tillögu formanna stjórnmálaflokkanna um jafnréttissjóð í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að m.a. konur fengu kosningarétt. Þrátt fyrir að vera efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins í jafnrétti kynjanna er enn nokkuð í land að fullu jafnrétti sé náð á Íslandi. Afar jákvætt er að vinna eigi sérstaklega [...]

Load More Posts