Morgunblaðið hafði samband við skrifstofu Framsóknar og spurðist fyrir um „nýtt“ merki Framsóknar á Facebook.
Því er til að svara að 19. júní s.l. var merki Framsóknarflokksins skipt út fyrir merki Landssambands Framsóknarkvenna (LFK) í prófílmynd á Facebook. En LFK hefur staðið fyrir öflugu flokksstarfi frá stofnun þess 1981 og var viðeigandi að heiðra starf þeirra með merkinu síðustu daga fyrir flokkinn.
Merkið var hannað í tilefni af 15 ára afmælis LFK og 80 ára afmælis Framsóknarflokksins 1996. Hönnuður merkis LFK er Sigríður Ólafsdóttir. Hringurinn, tákn óendaleikans, merkir stöðuga endurnýjun og órjúfanlega heild fjölskyldunnar sem myndar hornstein fjölskyldunnar. Tvíbrot bókstarfsins „F“ myndar stöpla hringleikans og endurvarpar stöðugleika og festu í grunni. Sem heild gefur samtvinnað form bókstarfsins og hrings yfirbragð hins alþjóðlega merki kvenna, merki venusar.
Gott að halda þessu öllu til haga áður en aðrir fjölmiðlar en Morgunblaðið skyldu fara að spyrja sig spurninga.
Framsóknarflokkurinn hefur ekki skipt um merki.
Categories
„Nýtt“ merki Framsóknar
23/06/2015
„Nýtt“ merki Framsóknar