Categories
Fréttir

Jafnréttissjóður Íslands ver 500 milljónum króna til aukins jafnréttis

Deila grein

22/06/2015

Jafnréttissjóður Íslands ver 500 milljónum króna til aukins jafnréttis

Síðastliðinn föstudag var haldinn á Alþingi hátíðarfundur í tilefni 100 ára kosningaréttarafmælis kvenna á Íslandi. Á fundinum var samþykkt, í tilefni tímamótanna, að stofna Jafnréttissjóð Íslands sem njóti framlaga af fjárlögum næstu fimm ár, 2016–2020, 100 millj. kr. á ári. Jafnréttissjóður Íslands mun styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, flutti tillöguna í félagi við alla aðra forystumenn flokkanna sem eiga sæti á Alþingi. Hér er tillagan sem samþykkt var í heild sinni, https://www.althingi.is/altext/144/s/1456.html
Fundinn sóttu m.a. nokkrar hressar konur í Framsókn sem hafa tekið sæti á Alþingi.
IMG_6164
Fyrrverandi og núverandi þingkonur þingflokks framsóknarmanna 19. júní 2015 – 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
Efri röð frá vinstri: Fjóla Hrund Björnsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Dagný Jónsdóttir, Sæunn Stefánsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Anna María Elíasdóttir, Eygló Harðardóttir og Elsa Lára Arnardóttir.
Neðri röð frá vinstri: Siv Friðleifsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir.