Menu

Monthly Archives: júlí 2017

//júlí

Leiksýning fjármálaráðherra

Greinar|

Íslensk hagstjórn stendur frammi fyrir tveimur umfangsmiklum verkefnum á næstu misserum. Annars vegar að byggja upp traust á fjármálakerfinu og hins vegar að endurskoða peningastefnuna. Til að auka traust og tiltrú á fjármálakerfinu og stofnanaumgjörðinni er nauðsynlegt að ráðist sé í breytingar og að eftirlit með fjármálastofnunum verði fært undir einn hatt í stað tveggja [...]

Okurvextir

Greinar|

Háir vextir hérlendis eru undirliggjandi vandi hagkerfisins. Í gegnum árin hafa vextir alltaf verið háir óháð því hvort hér sé kreppa með fjármagnshöftum eða blússandi gangur í hagkerfinu. Íslensk heimili greiða nokkrum milljónum krónum meira af húsnæðislánum sínum borið saman við löndin í kringum okkur og fyrirtækin greiða hærri fjármagnskostnað. Þetta er hins vegar hægt [...]

Vitlaust gefið

Greinar|

Heilbrigðisþjónustunni á Suðurnesjum er ábótavant. Það er staðreynd sem íbúum hér er vel kunn. Nýleg úttekt Landlæknis á starfseminni staðfestir þetta. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur mætt afgangi í kerfinu um árabil. Suðurnesin eru öflugt og ört vaxandi samfélag sem tekur einnig á móti miklum fjölda ferðamanna á ári hverju. Við þurfum því að tryggja rekstur HSS [...]

Byggjum upp traust

Greinar|

Margt hefur áunnist á undanförnum árum er varðar endurreisn eftir efnahagsáfallið haustið 2008. Þeirri vegferð er þó ekki lokið þar sem íslenskt samfélag á nokkuð í land með að endurvekja traust til fulls. Þar er sérstaklega horft til fjármálakerfisins en atburðir liðinna mánaða gefa til kynna svo ekki verður um villst að þar er enn [...]

Vinnuhópur tekur að sér stefnumótun í ferðaþjónustu

Fréttir|

Framkvæmdarstjórn Framsóknarflokksins hefur sett af stað vinnuhóp við að móta tillögur til stefnumótunar fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu. Hópurinn er tilkominn vegna ályktunar á vorfundi miðstjórnar flokksins. Hópinn skipa fulltrúar og ferðaþjónustuaðilar með víðtæka reynslu úr ferðaþjónustu vítt og breitt um landið. Tilgangur hans er að móta tillögur sem miða að því að bæta framleiðni í greininni, [...]

Listi ráðalausu ríkisstjórnarinnar lengist

Greinar|

Ráðherra ferðamála vill fjölga stofnunum við stjórnsýsluna. Skilja má ráðherra á þann veg að ný stofnun sé nauðsynleg til að hægt sé að taka ákvarðanir um takmörkun á aðgengi ferðamanna að viðkvæmum svæðum í náttúru Íslands. Í stað þess að einhenda sér í að móta stefnu til lengri tíma, tryggja sjálfbærni ferðaþjónustunnar sem byggir á [...]

Vanmetin Costco-áhrif?

Greinar|

Það var fagnaðarefni þegar samkeppnisumhverfið í smásölu tók stórt stökk fram á við til hins betra með tilkomu Costco, enda láta viðbrögðin ekki á sér standa. Neytendur bera saman verð og gæði á síðum samfélagsmiðlanna og verðvitund þeirra eykst í kjölfarið. Því setur það óneitanlega að manni ugg að sjá ummæli forstjóra N1 sem hefur [...]

Load More Posts