Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun flytja erindi hjá U3A á þriðjudaginn, 9. febrúar, um þingkonuna Rannveigu Þorsteinsdóttur. Erindið er í röðinni um fimm fyrstu konurnar sem tóku sæti á Alþingi. Rannveig Þorsteinsdóttir sat á þingi 1949-1953.
Erindið fer fram í Félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31 í Reykjavík og hefst kl. 17:15.
Nánar um erindið.
Hvað er U3A?
U3A Reykjavík, The University of the Third Age Reykjavík, eru samtök fólks á þriðja æviskeiðinu, árunum eftir fimmtugt, sem vill afla sér og miðla þekkingu eins lengi og það vill og getur. Samtökin eru hluti af alþjóðlegri hreyfingu U3A sem er til í 30 – 40 löndum víða um heim með hundruðum þúsunda meðlima.
Starf U3A Reykjavík fer fram með námskeiðum, fyrirlestrum, hópastarfi, kynnisferðum og ferðalögum. Engin skilyrði eru fyrir þátttöku og engin próf eru tekin.
Categories
Sigrún með erindi hjá U3A um Rannveigu
07/02/2016
Sigrún með erindi hjá U3A um Rannveigu