Categories
Fréttir

Sigrún með erindi hjá U3A um Rannveigu

Deila grein

07/02/2016

Sigrún með erindi hjá U3A um Rannveigu

Sigrún Magnúsdóttir 006Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun flytja erindi hjá U3A á þriðjudaginn, 9. febrúar, um þingkonuna Rannveigu Þorsteinsdóttur. Erindið er í röðinni um fimm fyrstu konurnar sem tóku sæti á Alþingi. Rannveig Þorsteinsdóttir sat á þingi 1949-1953.
Erindið fer fram í Félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31 í Reykjavík og hefst kl. 17:15.
Nánar um erindið.
Hvað er U3A?
U3A Reykjavík, The University of the Third Age Reykjavík, eru samtök fólks á þriðja æviskeiðinu, árunum eftir fimmtugt, sem vill afla sér og miðla þekkingu eins lengi og það vill og getur. Samtökin eru hluti af alþjóðlegri hreyfingu U3A sem er til í 30 – 40 löndum víða um heim með hundruðum þúsunda meðlima.
Starf U3A Reykjavík fer fram með námskeiðum, fyrirlestrum, hópastarfi, kynnisferðum og ferðalögum. Engin skilyrði eru fyrir þátttöku og engin próf eru tekin.