Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, alþingismaður og fyrrverandi forsætisráðherra, leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum. Þetta var samþykkt á fjölmennu kjördæmisþingi í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli í dag.
„Glæsilegur listi sem ég hef mikla trú á. Ég myndi segja að reynsla og þor væri það sem einkenndi okkar lista. Við erum tilbúin að takast á við verkefnin framundan og þær áskoranir sem bíða okkar. Verkefnin eru ærin,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Listi Framsóknarflokksins Suðurkjördæmi:
„Glæsilegur listi sem ég hef mikla trú á. Ég myndi segja að reynsla og þor væri það sem einkenndi okkar lista. Við erum tilbúin að takast á við verkefnin framundan og þær áskoranir sem bíða okkar. Verkefnin eru ærin,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Listi Framsóknarflokksins Suðurkjördæmi:
- Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður og frv. forsætisráðherra
- Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður
- Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarfulltrúi og hjúkrunarstjóri
- Jóhann Friðrik Friðriksson, lýðheilsufræðingur
- Sæbjörg Erlingsdóttir, sálfræðinemi
- Inga Jara Jónsdóttir, nemi
- Pálmi Sævar Þórðarson, bifvélavirki
- Sandra Rán Ásgrímsdóttir, verkfræðingur
- Lára Skæringsdóttir, grunnskólakennari
- Herdís Þórðardóttir, innkaupastjóri
- Stefán Geirsson, bóndi
- Jón H. Sigurðsson, lögreglufulltrúi
- Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
- Ármann Friðriksson, nemi
- Valgeir Ómar Jónsson, sagnfræðingur
- Sigrún Þórarinsdóttir, bóndi
- Jóhannes Gissurarson, bóndi
- Jóngeir H. Hlinason, bæjarfulltrúi og hagfræðingur
- Haraldur Einarsson, fyrrv. alþingismaður
- Páll Jóhann Pálsson, fyrrv. alþingismaður