Categories
Forsíðuborði Fréttir

Linda Hrönn kjörin formaður Landssambands Framsóknarkvenna

Deila grein

04/02/2018

Linda Hrönn kjörin formaður Landssambands Framsóknarkvenna

Á 18. landsþingi Landssambands Framsóknarkvenna sem haldið var í Reykjavík 3. febrúar síðastliðinn var Linda Hrönn Þórisdóttir kjörin formaður LFK. Linda Hrönn er með MA próf í uppeldis- og menntunarfræðum og B.Ed gráðu í leikskólakennarafræðum. Linda Hrönn starfar sem sérfræðingur hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi en hefur um tuttugu ára reynslu sem kennari og stjórnandi í leikskólum. Linda Hrönn hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn, hefur verið í miðstjórn frá árinu 2014, er í launþegaráði og situr í menntamálahópi flokksins.

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Breytingar á skrifstofu Framsóknarflokksins

Deila grein

29/01/2018

Breytingar á skrifstofu Framsóknarflokksins

Helgi Haukur Hauksson, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins og tekur til starfa á næstu dögum.
Helgi Haukur tekur við starfinu af Einari Gunnari Einarssyni sem lætur af störfum að eigin ósk. Framsóknarflokkurinn þakkar Einari Gunnari fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu flokksins og hlakkar til áframhaldandi samstarfs. Einar Gunnar var áður skrifstofustjóri Framsóknarflokksins og mun hann nú hverfa aftur til þess starfs. Helgi Haukur sem er fæddur árið 1984 starfaði áður sem bóndi á Fljótsdalshéraði en hefur undanfarin ár verið í eigin rekstri, samhliða því að eiga sæti í sveitarstjórn Borgarbyggðar.
Helgi Haukur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var meðal annars formaður Sambands ungra framsóknarmanna og á sæti í miðstjórn.
Elsa Lára nýr skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarmanna
Elsa Lára Arnardóttur var nýverið ráðin skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna og hefur hún þegar hafið störf.
Hún starfaði sem þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 2013-2017 en gaf ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu, við síðustu Alþingiskosningar. Sem þingmaður sat hún í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, var varaformaður velferðarnefndar, sat í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Auk þessa var hún formaður Íslandsdeildar þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.
Elsa Lára er menntaður grunnskólakennari en hefur jafnframt stundað nám í Forystu og stjórnun við háskólann á Bifröst.
Tilkynnt 29. janúar 2018.

Categories
Forsíðuborði Greinar

Fæðingarþjónusta og jafnræði

Deila grein

25/01/2018

Fæðingarþjónusta og jafnræði

Fæðingarstöðum á Íslandi hefur fækkað hin síðari ár. Í svo fámennu og dreifbýlu landi sem Ísland er, er skiljanlegt að erfitt sé að halda úti fæðingarþjónustu á hverjum stað. Engu að síður verðum við að tryggja jöfnuð á milli þegna landsins og því verður kerfið að vera skipulagt á þann hátt, að komið sé til móts við fólk sem ekki á kost á fæðingarþjónustu í heimabyggð. Ein leið væri til dæmis sú að breyta núverandi löggjöf um fæðingarorlof.

Löng bið
Verðandi foreldrar á landsbyggðinni sem búa fjarri fæðingarþjónustu eða/og búa við þær landfræðilegu aðstæður að samgöngur eru ótryggar, þurfa yfirleitt að fara að fara að heiman nokkru fyrir áætlaðan fæðingardag. Þetta á t.d. við um íbúa í Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði. Yfirleitt er miðað við 38. viku meðgöngu nema að um áhættumeðgöngu sé að ræða. Börnin koma þegar þeim hentar þannig að foreldrar geta lent í því að bíða fæðingar í allt að 4 vikur, fram að 42. viku en þá eru konur yfirleitt gangsettar.

Breytingar á lögum
Núverandi kerfi felur í sér óásættanlegan ójöfnuð á milli landshluta. Verðandi foreldrar á landsbyggðinni þurfa t.d. oft að hefja töku fæðingarorlofs fyrr, af ofangreindum ástæðum og þá dregst sá tími, þ.e. biðtíminn eftir barninu, frá orlofinu. Þannig að barn og foreldrar njóta styttri samveru þegar barnið kemur loksins í heiminn. Með því að breyta lögum um fæðingarorlof gætum við tryggt rétt barna til að njóta jafnlangs tíma með foreldrum sínum eftir fæðingu eins og þau börn sem eiga heima í nágrenni við fæðingarþjónustu.

Réttur barnsins
Vegna þessa augljósa ójafnræðis sem fólk býr við varðandi aðgengi að fæðingarþjónustu lagði undirrituð, ásamt öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins, fram frumvarp með breytingu á lögum um fæðingarorlof. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá Velferðarnefnd Alþingis. Með frumvarpinu er lagt til að réttur foreldra til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks framlengist sem nemur þeim tíma sem þeir þurfa að dveljast fjarri heimili til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp. Sú breyting yrði til þess að öllum börnum yrði tryggður jafn réttur til að njóta samvista við foreldra sína fyrstu mánuði lífsins. Slík breyting yrði einnig í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem veitt hefur verið lagagildi hérlendis með lögum nr. 19/2013.

Hár húsnæðis-og ferðakostnaður
Umrædd lagabreyting yrði stórt skref í átt til þess að jafna búsetuskilyrði milli landshluta. Að auki þurfum við að skoða hvernig ríkið gæti tekið aukinn þátt í húsnæðiskostnaði verðandi foreldra vegna dvalar við fæðingarstað. Það eru ekki allir með aðgang að ódýru húsnæði á vegum starfsmanna- eða verkalýðsfélaga eða eiga fjölskyldur og vini sem hafa pláss til að hýsa aðkomufólk. Ferðakostnaður getur einnig orðið töluverður, sérstaklega ef um áhættumeðgöngur er að ræða og mæður þurfa að fara reglulega í sérstakt eftirlit á fæðingarstað. Í þessu er fólginn gríðarlegur aðstöðumunur á milli landshluta sem þarf að jafna enn frekar.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist í Suður 25. janúar 2018.

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Sterkt samfélag og land tækifæranna fyrir alla landsmenn

Deila grein

23/01/2018

Sterkt samfélag og land tækifæranna fyrir alla landsmenn

Ræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í umræðum á Alþingi um stöðuna í stjórnmálaum í byrjun árs og verkefnin framundan, mánudaginn 22. janúar 2018.
Virðulegi forseti. Í þessari umræðu ætla ég að fara aðallega yfir samgöngumálin, byggðamálin og hin stóru sjónarmið ríkisstjórnarinnar sem hún vinnur að. Verkefni ríkisstjórnarinnar er að skapa sterkt samfélag og auka samkeppnishæfni landsins þannig að Ísland verði land tækifæranna fyrir alla landsmenn. Við viljum jú að unga fólkið okkar velji Ísland til búsetu vegna þess að hér sé gott að búa og starfa. Þess vegna þurfa innviðir samfélagsins að vera sterkir alls staðar á landinu. Gott samfélag þarf að vera til fyrir alla en styrkja þarf sérstaklega stöðu þeirra sem höllum fæti standa og hefur ríkisstjórnin þess vegna áform uppi um slíkt.

Heilbrigðismálin, menntunarmöguleikar fólks og samgöngur eru lífæðar hverrar byggðar sem þarf að efla og bæta. Það er okkar stjórnmálamannanna að skapa skilyrðin, tryggja tækifærin og jafna aðgengi fólks að þjónustu óháð aldri og búsetu. Við blasa brýn verkefni í uppbyggingu innviða um allt land. Við sýndum á spilin í fjárlögunum 2018 þar sem þingið í annað sinn þurfti að afgreiða fjárlög á óvanalega stuttum tíma. Í fimm ára fjármálaáætlun sem undirbúningur er hafinn að og kemur fram í marslok, fyrir 1. apríl, þurfum við að sýna fram á hvernig við ætlum að nota þetta kjörtímabil til að standa við þau orð sem við höfum haft uppi.
Samgöngur eru undirstaða þess að samfélag geti þrifist á eðlilegan hátt, bæði samgöngur til útlanda og hér innan lands, og hvað varðar atvinnu, menningu, öryggi og þróun samfélagsins. Góðar og greiðar samgöngur skapa störf og eru mikilvægar til að búa til hagvöxt, eru undirstaða hagvaxtar og velmegunar þjóðfélaga. Ríkisstjórnin ætlar á næstu árum að bæta enn við þau fjárframlög til vegaframkvæmda og veitir ekki af og taka á uppsöfnuðum vanda hringinn í kringum landið. Á undanförnum árum hefur umferð bifreiða margfaldast með auknum fjölda ferðamanna og velmegun í samfélaginu. Á sama tíma hefur okkur ekki tekist að viðhalda vegakerfinu sem skyldi en skortur á fjármagni til þess hefur leitt til þess að víða er pottur brotinn. Staðan er því miður bágborin.
Samgöngukerfið er forsenda samkeppnishæfninnar, þjónustunnar, atvinnulífsins og búsetugæða. Þess vegna þarf þróunin að taka mið af þörfum fólks hvar sem það býr, atvinnulífsins, búsetunnar, þjónustunnar og öryggishlutverki þess sem það gegnir. Allt bendir til þess að umferð um vegi landsins haldi áfram að aukast verulega á næstu misserum og árum. Því miður fylgja aukningunni ýmis óæskileg áhrif. Alvarleg slys, banaslys, hræðileg slys, eru alltaf óásættanleg.
Fyrir nokkrum árum var gert átak í öryggismálum sjófarenda til að treysta öryggi íslenskra skipa, áhafna og farþega þeirra. Við sögðum einfaldlega að við sættum okkur ekki við það sem við höfum lifað af í gegnum árhundruð, áratugina. Með bættum búnaði, fræðslu, hertari reglum og öflugum björgunarsveitum tókst að fækka sjóslysum, jafnvel svo að á síðustu árum hafa komið þó nokkur ár þar sem enginn hefur farist á sjó. Í kjölfar alvarlegs flugslyss fyrir nokkrum árum gerðum við það sama í fluginu; hertum reglur og fórum yfir verklagsreglur. Og með nokkrum góðum árangri. Á sama hátt getum við fækkað umferðarslysum, sem eru því miður allt of algeng staðreynd, þrátt fyrir aukninguna í umferðinni. Á síðustu árum hefur verið stöðugt unnið í því að fækka þeim. Margt hefur áunnist. En betur má ef duga skal. Það er alltaf hægt að gera betur, þó að við komum auðvitað aldrei í veg fyrir öll slys.
Aukin umferð krefst þess að umferðaröryggi sé tekið föstum tökum þar sem allir taki sameiginlega ábyrgð á að fækka þeim. Heilsa og öryggi þarf að vera forgangsatriði í samfélagi okkar. Við eigum rétt á að aka um vegina og ganga um göturnar án þess að slasast alvarlega eða láta lífið. Börnin okkar eiga réttmæta kröfu á að búa í öruggu umhverfi. Við eigum ekki að sætta okkur við að banaslys sé eðlilegur hluti af samgöngukerfinu. Fyrir utan mannlegan harmleik sem umferðarslys valda hleypur kostnaður þeirra á tugum milljarða. Vaxandi umferð krefst þess einnig að sjónum sé beint að notendum vegakerfisins og ekki síst þeim fjölmörgu ferðamönnum sem ferðast um landið. Þar eru notendur sem koma úr allt annarri umferðarmenningu en við eigum að venjast og þekkja kannski ekki akstursskilyrði nægilega sem oft eru á íslenskum vetri.
Í nýrri samgönguáætlun verður forgangsraðað í þágu öryggis og viðhalds þar sem metnaðarfull og skilvirk markmið verða sett um öryggi samgangna og gerðar skilvirkar öryggisáætlanir fyrir samgöngur á landi, á sjó og í lofti. Það verður hins vegar alltaf svo að við getum seint komið í veg fyrir mistök. En framtíðarmarkmiðið hlýtur að vera að lágmarka og draga úr alvarleika umferðarslysa.
Hæstv. forseti. Það er mikilvægt fyrir okkar strjálbýla land að undirstöðuatvinnugreinar okkar, landbúnaður, sjávarútvegur og ferðaþjónusta sem eru undirstöðuatvinnugreinarnar á landsvísu, eða aðrar, hinar skapandi greinar, nýsköpun, sem við þurfum einnig að efla hringinn í kringum landið, gefi af sér verðmæti alls staðar á landinu. Við byggjum það upp alls staðar. Einstaka svæði eiga því miður í vök að verjast. Þess vegna þarf að leita nýrra leiða til að snúa við vítahring íbúafækkunar og einhæfs atvinnulífs hjá fámennum byggðarlögum. Liður í því er að virkja námslánakerfið til að efla búsetu á þeim svæðum sem lið í uppbyggingu og horfa til byggðaaðgerða sem tíðkast í nágrannalöndum okkar þar sem menn nota m.a. námslánakerfið eða afborganir af þeim og hlé á afborgunum til að ýta undir búsetu fólks með menntun sem vantar inn á þau svæði, en einnig þarf að nýta svæðisbundna þekkingu sem best.
Öflugt menntakerfi um land allt er því lykilatriði þess að hér verði áframhaldandi velsæld þjóðar. Þar skiptir sköpum að öflug fjarskiptatækni og tryggur gagnaflutningur sé til staðar sem gerir fólki kleift að vinna hvar sem er, skapa verðmæti, sinna vinnu eða námi þar sem það vill búa. Þess vegna er jú gleðilegt að við erum með verkefnið Ísland ljóstengt hringinn í kringum landið, sem mun verða lokið við á þessu kjörtímabili, þar sem við verðum ljósleiðaratengd, öll heimili og fyrirtæki í landinu. Eða allflest, 99,9%.
Tenging byggðakjarna sem mynda sterk vinnusóknarsvæði með skilvirkum samgöngum þar sem landsmenn hafa jafnan aðgang að ásættanlegri heilbrigðisþjónustu, möguleikum til að afla sér menntunar, atvinnutækifærum og lífskjörum er forsenda þess að byggð haldist um landið allt. Þar er innanlandsflugið mikilvægur þáttur og á að vera hluti af almenningssamgöngum. Við ætlum að leita leiða til að gera innanlandsflugið að hagkvæmari kosti fyrir íbúa landsbyggðarinnar og stytta þannig ferðatíma fólks á milli svæða. Í því samhengi verður skoðað með hvaða hætti svokölluð skosk leið geti orðið hvati til aukinnar notkunar á innanlandsflugi í þeim tilgangi að jafna aðgengi landsmanna að þjónustu.
Þá hefur flugstarfsemi almennt farið vaxandi á undanförnum árum og hlutur hennar í vergri landsframleiðslu kominn á annan tug prósenta í flugtengdri starfsemi. Flugið er nefnilega undirstaða ferðaþjónustunnar, ekki bara til landsins, heldur getur það líka orðið undirstaða uppbyggingar almennings- og ferðaþjónustu víðs vegar um land. Að ferðamennirnir komist, ekki síst yfir vetrarmánuðina. Það er undirstaða ferðaþjónustunnar og mikilvægt fyrir atvinnulíf, landsmenn og atvinnusköpun þess er mjög mikil.
Í tengslum við samgönguáætlun mun því verða skipaður starfshópur á næstunni til að móta tillögur að flugstefnu. Já, fram undan eru mjög stór verkefni og stefnumótun sem snerta daglegt líf almennings. Á næstu vikum mun fjármálaáætlun líta dagsins ljós þar sem áherslan verður á að byggja upp sterka innviði sem skapa sterkt og stöðugt samfélag en um leið að tryggja þau verðmæti sem felast í efnahagslegum stöðugleika. Ég hef heyrt hér og hlustaði á umræðuna í dag að menn hafa talað um að ríkisstjórnin viti ekki hvað hún ætli að fara að vinna við. Það er algerlega skýrt í mínum huga. Við ætlum að byggja upp öflugt, sterkt samfélag á grunni þess sem við þekkjum og halda áfram að þróa það í þá átt sem við viljum stefna, að allir landsmenn búi við möguleika á að sækja sér þjónustu, jafna þjónustu, af hálfu ríkisins, og eigi möguleika á að nýta tækifærin í heimabyggð sinni, hver sem hún er. Til þess þurfa að vera til sterkir innviðir.
Samhliða fjármálaáætluninni er í mínu ráðuneyti unnið að stefnumótun í samgönguáætlun, fjarskiptaáætlun og byggðaáætlun. Allar þessar áætlanir þurfa að vera raunsæjar og tímasettar áætlanir í takti við fjárheimildir sem Alþingi er tilbúið til að samþykkja. Aukin fjárfesting og framkvæmdir (Forseti hringir.) tryggja samfélagsleg verðmæti, jöfn dreifing verkefna og tímasettar áætlanir fram í tímann með fyrirsjáanleika, draga úr óþarfa sveiflum sem styðja jafnan við óeðlilegan hagvöxt. Það eru verðmæti sem við getum mjög vel tryggt með þverpólitísku samtali á Alþingi.

Categories
Forsíðuborði Greinar

Sigrar fatlaðs fólks

Deila grein

22/01/2018

Sigrar fatlaðs fólks

Vitnisburður þjóða á 21. öldinni ræðst meðal annars af hvernig búið er að fötluðu fólki. Eitt af því sem gerir Ísland og hin löndin á Norðurlöndum að öflugum þjóðum er samfélagslegur sáttmáli um að veita einstaklingum jöfn tækifæri til menntunar og að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Góður árangur Norðurlandanna er ótvíræður. Þjóðartekjur á mann eru með því hæsta í veröldinni og félagslegur hreyfanleiki er einnig sá mesti. Þetta er mikill og lofsverður árangur sem náðst hefur enda er mjög eftirsóknarvert að búa í þessum ríkjum.

Menntun eykur lífsgæði 

Menntun fatlaðs fólks er mikilvæg og eykur lífsgæði og tækifæri til muna. Aðgengi og fjölbreytt námsúrval hefur verið að aukast á Íslandi á síðustu árum. Mjög gott dæmi um slíka framþróun er sérnámsbraut við Fjölbrautaskólann í Ármúla sem er fyrir nemendur með fötlunargreiningu. Hlutverk og markmið brautarinnar er að nemendur fái tækifæri til að stunda nám við hæfi innan félagsheildar fjölbrautaskóla. Þannig viðhalda þeir og auka þekkingu sína og færni til að takast á við viðfangsefni daglegs lífs. Lögð er áhersla á að nemendur á brautinni einangrist ekki heldur séu þeir hluti af skólaheildinni. Í heimsókn minni í skólann var ánægjulegt að sjá nemendur og fagfólk vinna vel saman. Það er ríkur vilji hjá stjórnvöldum að halda áfram á þessari braut og auka tækifæri til menntunar þannig að allir einstaklingar fái notið sín.

Öflugt íþróttastarf til fyrirmyndar 

Mikil gróska hefur einkennt íþróttastarf fatlaðra á Íslandi og mikill metnaður er lagður í umgjörð þess. Okkar fatlaða íþróttafólk hefur unnið hvert afrekið á fætur öðru á alþjóðlegum stórmótum. Ég varð þeirrar ánægju að njótandi á fyrstu dögum ársins að vera gestur á nýárssundmóti Íþróttasambands fatlaðra. Öll umgjörð og aðbúnaður á mótinu var til fyrirmyndir og gleðin skein úr andlitum þátttakenda. Það starf sem Íþróttasamband fatlaðra hefur unnið í gegnum árin er lofsvert. Með því að leggja kapp á fagmennsku og sterka umgjörð er gott aðgengi tryggt og skilyrði fyrir afreksfólk gerð betri.

Margir áfangasigrar hafa orðið er varðar réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Haustið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Í 24. grein sáttmáls er lögð áhersla á að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar á öllum skólastigum án aðgreiningar. Það er von mín og vilji að stjórnvöld nái að vinna enn frekar að framgangi þessa mikilvæga málaflokks enda höfum við undirgengist skuldbindingar þessa efnis.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22. janúar 2018.

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Ferð þú í framboð?

Deila grein

21/01/2018

Ferð þú í framboð?

Kjörstjórn Kjördæmasambands Framsóknar í Reykjavík óskar eftir framboðum á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Aukakjördæmaþing KFR samþykkir framboðslista í Reykjavík föstudaginn 22. febrúar 2018.

  • Framboðum skal skila á netfangið frambod-reykjavik@framsokn.is eigi síðar en miðvikudaginn 31. janúar 2018, kl. 12:00.
  • Áhugasamir þurfa að eiga lögheimili í Reykjavík þremur vikum fyrir kosningar.

Hægt er að hafa samband við formann kjörstjórnar með því að senda tölvupóst á stefanbjo@solidclouds.com eða
með því að hringja í síma 696-9639.
Kjörstjórn KFR.

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Ferð þú í framboð?

Deila grein

21/01/2018

Ferð þú í framboð?

Kjörstjórn Kjördæmasambands Framsóknar í Reykjavík óskar eftir framboðum á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Aukakjördæmaþing KFR samþykkir framboðslista í Reykjavík föstudaginn 22. febrúar 2018.

  • Framboðum skal skila á netfangið frambod-reykjavik@framsokn.is eigi síðar en miðvikudaginn 31. janúar 2018, kl. 12:00.
  • Áhugasamir þurfa að eiga lögheimili í Reykjavík þremur vikum fyrir kosningar.

Hægt er að hafa samband við formann kjörstjórnar með því að senda tölvupóst á stefanbjo@solidclouds.com eða
með því að hringja í síma 696-9639.
Kjörstjórn KFR.

Categories
Forsíðuborði Greinar

Efling iðnnáms

Deila grein

13/01/2018

Efling iðnnáms

Tæknibyltingin er í senn mikið tækifæri fyrir samfélög en um leið áskorun. Þess er krafist af okkur að við tileinkum okkur ákveðna færni til að leysa vandamál á nýjan hátt og með skilvirkari leiðum en við þekkjum fyrir. Þess vegna er brýnt að menntakerfið okkar sé í fremstu röð til að geta sýnt þá framsýni sem nauðsynlegt er til að styrkja samkeppnishæfni þjóðarinnar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að efla eigi iðn-, verk- og starfsnám í þágu fjölbreytni og öflugra samfélags og til að takast á við þær breytingar sem eru fram undan á vinnumarkaðnum. Stefna hefur verið mörkuð í þessum tilgangi og má skipta henni upp í þrjá meginþætti. Í fyrsta lagi er horft til uppbyggingar náms og hvernig megi efla það. Í öðru lagi á að styrkja allt utanumhald með verk- og starfsþjálfun. Í þriðja lagi á að bæta og einfalda aðgengi nemenda að verk- og starfsnámi.

Rafræn ferilbók er mikilvægur liður í því að einfalda utanumhald og auka gæði í verk- og starfsþjálfun. Rafræn ferilbók er hugbúnaður sem leysir af hólmi ferilbækur í pappírsformi. Ávinningurinn af því að innleiða rafræna ferilbók er mikill. Fyrir nemendur, þá mun hún auka fjölbreytni náms og námsmats í starfsþjálfun. Ferilbókin á að tryggja að nemandinn fái þjálfun í þeim verkþáttum sem hæfnikröfur gera ráð fyrir. Að auki mun þetta styrkja réttindi starfsnámsnemenda, þar sem ætlunin er að nemasamningar verði vistaðir í ferilbókinni. Fyrir atvinnulífið, er ábatinn sá að samskiptin við skólakerfið verða skilvirkari og einfaldari. Þetta mun auka gæði námsins, þar sem nemandinn fær viðeigandi þjálfun í öllum hæfniþáttum. Útkoman verður öflugra nám, sem styrkir atvinnulífið og fjölgar iðnmenntuðum í landinu.

Til að innleiðing rafrænnar ferilbókar takist sem best þarf að koma til samstillt átak atvinnulífs, ráðuneytis og skóla. Þessi aðgerð endurspeglar tækniþróun og nýsköpun hjá hinu opinbera. Það er ánægjulegt að veita þessu máli brautargengi, þar sem þetta er í samræmi við það markmið stjórnvalda að efla iðnnám í landinu.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

Greinin birtist í Fréttablaðinu 12. janúar 2018.

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Elsa Lára nýr skrifstofustjóri þingflokks

Deila grein

12/01/2018

Elsa Lára nýr skrifstofustjóri þingflokks

Elsa Lára Arnardóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarmanna.
Hún starfaði sem þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 2013-2017 en gaf ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu, við síðustu Alþingiskosningar. Sem þingmaður sat hún í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, var varaformaður velferðarnefndar, sat í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Auk þessa var hún formaður Íslandsdeildar þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.
Elsa Lára er menntaður grunnskólakennari en hefur jafnframt stundað nám í Forystu og stjórnun í háskólanum á Bifröst.
Elsa Lára mun hefja störf á næstu dögum og við bjóðum hana velkomna til starfa.

Categories
Forsíðuborði Fréttir

35. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA

Deila grein

08/01/2018

35. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA

35. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA verður haldið dagana 9.-11. mars 2018 í Gullhömrum í Reykjavík.

Framsóknarflokkurinn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.
FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans. Á flokksþingi skal kjósa formann Framsóknarflokksins og skal hann jafnframt vera formaður miðstjórnar flokksins. Þá skal á flokksþingi kjósa varaformann, ritara og tvo skoðunarmenn reikninga. Einnig skal kjósa tvo meðstjórnendur í laganefnd og tvo til vara. Ennfremur skal kjósa tvo meðstjórnendur siðanefndar og tvo til vara.
Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Fulltrúatala skal miðast við félagatal eins og það liggur fyrir á skrifstofu flokksins 30 dögum fyrir flokksþing, þó að teknu tilliti til gr. 2.4. Um fyrirkomulag kosninga fulltrúa fer eftir lögum einstakra aðildarfélaga. Aðildarfélög skulu tilkynna val sitt á fulltrúum á flokksþing til skrifstofu flokksins eigi síðar en viku áður en flokksþing er sett. Allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþing og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.
Miðstjórnarmenn eiga sæti á flokksþingi með atkvæðisrétti.
Mikilvægar dagsetningar:
7. febrúar – viðmiðunardagur fulltrúatölu á flokksþingi
22. febrúar – skil á tillögum til lagabreytinga til skrifstofu
2. mars – skil á kjörbréfum til skrifstofu