Categories
Forsíðuborði Fréttir

Elsa Lára nýr skrifstofustjóri þingflokks

Deila grein

12/01/2018

Elsa Lára nýr skrifstofustjóri þingflokks

Elsa Lára Arnardóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarmanna.
Hún starfaði sem þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 2013-2017 en gaf ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu, við síðustu Alþingiskosningar. Sem þingmaður sat hún í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, var varaformaður velferðarnefndar, sat í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Auk þessa var hún formaður Íslandsdeildar þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.
Elsa Lára er menntaður grunnskólakennari en hefur jafnframt stundað nám í Forystu og stjórnun í háskólanum á Bifröst.
Elsa Lára mun hefja störf á næstu dögum og við bjóðum hana velkomna til starfa.