Categories
Forsíðuborði Fréttir

Breytingar á skrifstofu Framsóknarflokksins

Deila grein

29/01/2018

Breytingar á skrifstofu Framsóknarflokksins

Helgi Haukur Hauksson, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins og tekur til starfa á næstu dögum.
Helgi Haukur tekur við starfinu af Einari Gunnari Einarssyni sem lætur af störfum að eigin ósk. Framsóknarflokkurinn þakkar Einari Gunnari fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu flokksins og hlakkar til áframhaldandi samstarfs. Einar Gunnar var áður skrifstofustjóri Framsóknarflokksins og mun hann nú hverfa aftur til þess starfs. Helgi Haukur sem er fæddur árið 1984 starfaði áður sem bóndi á Fljótsdalshéraði en hefur undanfarin ár verið í eigin rekstri, samhliða því að eiga sæti í sveitarstjórn Borgarbyggðar.
Helgi Haukur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var meðal annars formaður Sambands ungra framsóknarmanna og á sæti í miðstjórn.
Elsa Lára nýr skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarmanna
Elsa Lára Arnardóttur var nýverið ráðin skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna og hefur hún þegar hafið störf.
Hún starfaði sem þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 2013-2017 en gaf ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu, við síðustu Alþingiskosningar. Sem þingmaður sat hún í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, var varaformaður velferðarnefndar, sat í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Auk þessa var hún formaður Íslandsdeildar þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.
Elsa Lára er menntaður grunnskólakennari en hefur jafnframt stundað nám í Forystu og stjórnun við háskólann á Bifröst.
Tilkynnt 29. janúar 2018.