Categories
Fréttir Uncategorized

Þingmenn Framsóknar vilja húsnæðisliðinn út úr vísitölunni

Deila grein

01/02/2018

Þingmenn Framsóknar vilja húsnæðisliðinn út úr vísitölunni

Þingmenn Framsóknarflokksins, með Willum Þór Þórsson í fararbroddi hafa lagt fram þingsályktunartillögu. Markmið hennar er að fjármála – og efnahagsráðherra skipi starfshóp óháðra sérfræðinga sem greini kosti og galla þess að gera breytingar á útreikningi verðbólgu og verðtryggingar þannig að framvegis verði notuð samræmd vísitala neysluverðs í stað vísitölu neysluverðs. Við greiningarvinnuna á að horfa sérstaklega til þess hvernig verðbólga er mæld í helstu viðskiptalöndum Íslands en jafnframt skal meta hvaða áhrif breytingin hefði á launakjör, lánakjör, stöðu verðtryggðra lána og vexti.
Þessi tillaga er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir: ,,Fasteignaverð er liður í neysluvísitölu hér á landi og mikil hækkun þess á undanförnum árum hefur af þeim sökum leitt til þess að höfuðstóll verðtryggðra lána hefur hækkað meira en ella. Ríkisstjórnin mun hefja skoðun á því hvernig megi fjarlægja fasteignaverð úr mælingu neysluvístölunnar.