Framboðslisti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð var samþykktur á félagsfundi fyrir helgi. Guðveig Anna Eyglóardóttir hótelstjóri skipar efsta sætið. Guðveig Anna leiddi einnig lista flokksins í kosningunum fyrir fjórum árum. Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og bóndi, er í öðru sæti listans og Finnbogi Leifsson, bóndi og sveitarstjórnarmaður, það þriðja. Framsóknarflokkurinn er með þrjá fulltrúa í sveitarstjórn í Borgarbyggð.
Á myndinni eru frá vinstri: Davíð Sigurðsson, Guðveig Anna Eyglóardóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Finnbogi Leifsson.
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð:
- Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og hótelstjóri
- Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og bóndi
- Finnbogi Leifsson, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi
- Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, héraðslögreglumaður og körfuboltakona
- Orri Jónsson, tæknifræðingur
- Sigrún Ólafsdóttir, bóndi og tamningamaður
- Einar Guðmann Örnólfsson, bóndi
- Kristín Erla Guðmundsdóttir, húsmóðir og húsvörður
- Sigrún Ásta Brynjarsdóttir, nemi
- Hjalti Rósinkrans Benediktsson, umsjónarmaður kennslukerfa
- Pavle Estrajher, náttúrufræðingur
- Sigurbjörg Kristmundsdóttir, viðskiptafræðingur
- Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrv. alþingismaður
- Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, nemi
- Þorbjörg Þórðardóttir, eldri borgari
- Höskuldur Kolbeinsson, húsasmiður og bóndi
- Sveinn Hallgrímsson, eldri borgari
- Jón G. Guðbjörnsson, bóndi