Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Skagafirði

Deila grein

23/04/2018

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Skagafirði

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur verið samþykktur. Flokkurinn er með 5 sveitarstjórnarmenn í sveitarstjórn Skagafjarðar og hreinan meirihluta.
Stefán Vagn Stefánsson formaður byggðaráðs leiðir listann en hinir fjórir fulltrúar flokksins gefa ekki kost á sér í efstu sætin. Ingibjörg Huld Þórðardóttir situr í öðru sætinu, Laufey Kristín Skúladóttir í því þriðja og Axel Kárason verður í því fjórða. Þórdís Friðbjörnsdóttir, Viggó Jónsson og Bjarki Tryggvason sem öll eru í framvarðasveit núverandi sveitarstjórnarlista eru í heiðurssætum nú eða þeim þremur síðustu.
Á framboðslistanum eru átta konur og tíu karlar og er jafnt kynjahlutfall í 16 efstu sætunum.
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Skagafirði:

  1. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og sveitarstjórnarfulltrúi
  2. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, talmeinafræðingur
  3. Laufey Kristín Skúladóttir, markaðs- og sölustjóri
  4. Axel Kárason, dýralæknir
  5. Einar Einarsson, bóndi
  6. Sigríður Magnúsdóttir, sérfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi
  7. Jóhannes Ríkharðsson, bóndi
  8. Atli Már Traustason, bóndi
  9. Eyrún Sævarsdóttir, verkefnastjóri
  10. Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri og doktor í lífvísindum
  11. Björn Ingi Ólafsson, starfsmaður í mjólkursamlagi
  12. Sigurlína Erla Magnúsdóttir, ráðunautur
  13. Sigurður Bjarni Rafnsson, framleiðslustjóri
  14. Guðrún Kristófersdóttir, atvinnurekandi
  15. Snorri Snorrason, skipstjóri
  16. Þórdís Friðbjörnsdóttir, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi
  17. Viggó Jónsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi
  18. Bjarki Tryggvason, skristofustjóri og sveitarstjórnarfulltrúi