„Markmiðið með metnaðarfullri samgönguáætlun verður ekki mælt í kílómetrum, heldur mannslífum og lífsgæðum. Til að stuðla að fækkun slysa og auka umferðaröryggi er áhrifaríkast að endurbæta vegakerfið sem lætur víða á sjá í kjölfar aukinnar umferðar og þungaflutninga, m.a. vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna. Sambærileg framlög og á undanförnum árum mæta engan veginn uppsafnaðri þörf til að breikka og tvöfalda vegi til að mæta aukinni umferð. Tekjur af ökutækjum og eldsneyti renna að stærstum hluta til vegagerðar en spár gera ráð fyrir að með aukinni nýtingu annarra orkugjafa muni þær minnka á næstu árum. Ný leið í fjármögnun er að fólk greiði fyrir notkun sína.“ Þetta skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í grein í Fréttablaðinu 15. janúar sl.
Sigurður Ingi fer yfir í grein sinni að líf fólks og lífsgæði séu undir vegna ástands samgangna. Vegakerfið verði að færa upp um umferðaröryggisflokka. Flýtiframkvæmdir séu um 10% af heildarsamgönguáætlun, eða um 60 milljarðar króna. Þetta eru framkvæmdir um breikkun vega, tvöföldun á vegum og aðskildar akstursstefnur.
„Fjármagn vegna ökutækja og eldsneytis skilar ríkissjóði um 47 milljörðum og er hlutfall þess sem rennur til vegagerðar um 70%. Restin, eða um 30% af fjármagni vegna ökutækja og eldsneytis fer í tengda liði, okkar sameiginlegu sjóði, og deilist út í heilbrigðiskerfið, tollgæslu og löggæslu, meðal annars til að standa undir kostnaði við eftirlit og afleiðingar af notkun ökutækja. Á allra næstu árum munu orkuskipti leiða til þess að þróun skatttekna af ökutækjum fer minnkandi.“
Grein Sigurðar Inga Jóhannssonar má lesa hér.
Categories
Flýtum framkvæmdum – fækkum slysum
16/01/2019
Flýtum framkvæmdum – fækkum slysum