Categories
Greinar

Lengra fæðingaorlof tryggt

Deila grein

29/11/2019

Lengra fæðingaorlof tryggt

Í vik­unni mælti fé­lags- og barna­málaráðherra fyr­ir frum­varpi um fæðing­ar- og feðra­or­lof þar sem lagðar eru til breyt­ing­ar um leng­ingu á fæðing­ar­or­lofi í 12 mánuði og er það í sam­ræmi við stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar og lífs­kjara­samn­inga á al­menn­um vinnu­markaði frá því í vor. Að sama skapi er lagt til að sá tími sem for­eldr­ar eiga rétt á greiðslu fæðing­ar­styrks leng­ist um þrjá mánuði.

Hér er verið að stíga mik­il­vægt skref sem verður að fullu komið á árið 2021. Þetta er í sam­ræmi við til­lög­ur starfs­hóps um framtíðar­stefnu í fæðing­ar­or­lofs­mál­um sem skilaði í mars 2016 til­lög­um sín­um til þáver­andi fé­lags- og hús­næðismálaráðherra.

Það kem­ur ekki á óvart að þetta sé komið til fram­kvæmda núna á vakt Fram­sókn­ar­flokks­ins í ráðuneyt­inu. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur á sinni vakt í þessu ráðuneyti stigið stór skref til að bæta rétt­indi verðandi for­eldra og það var Páll Pét­urs­son þáver­andi fé­lags­málaráðherra sem kom því í lög árið 2001 að feður skyldu líka eiga rétt á að taka for­eldra­or­lof. Það þótti mik­il­vægt að binda í lög rétt barns­ins að fá að um­gang­ast báða for­eldra sína á fyrstu mánuðum lífs síns.

Tíma­móta­áfangi

Í sam­eig­in­legri um­sögn pró­fess­ors í fé­lags­ráðgjöf og dós­ents í fé­lags­fræði við Há­skóla Íslands um frum­varpið kem­ur meðal ann­ars fram að leng­ing­in á rétti for­eldra til fæðing­ar­or­lofs sem gert er ráð fyr­ir í frum­varp­inu sé tíma­móta­áfangi til hags­bóta fyr­ir fjöl­skyld­ur í þágu hags­muna barna og for­eldra­jafn­rétt­is. Jafn­framt kem­ur fram að ít­rekaðar kann­an­ir meðal for­eldra sýni að sjálf­stæður rétt­ur for­eldra til fæðing­ar­or­lofs sé sér­stak­lega mik­il­væg­ur þegar fjöl­skyld­ur deila ekki lög­heim­ili, en stór hluti feðra sem deil­ir ekki lög­heim­ili með börn­um sín­um nýt­ir sjálf­stæðan rétt til fæðing­ar­or­lofs.

Bilið brúað

Leng­ing fæðinga­or­lofs auðveld­ar for­eldr­um að brúa bilið eft­ir að fæðing­ar­or­lofi lýk­ur þar til börn­in fá leik­skóla­pláss. Þetta bil hef­ur verið streitu­vald­andi fyr­ir for­eldra og valdið því að for­eldr­ar og þá sér­stak­lega kon­ur hafa dottið út af vinnu­markaði um tíma. Víða um land eru sveit­ar­fé­lög­in far­in að bjóða upp á leik­skóla­pláss allt niður í 12 mánaða ald­ur.

Á næsta ári verða 20 ár liðin frá gildis­töku laga um fæðinga­or­lof. Það er því við hæfi að þess­um áfanga verði náð í lok næsta árs. Fé­lags- og barna­málaráðherra hef­ur sett af stað vinnu við heild­ar­end­ur­skoðun fæðinga­or­lofslag­anna í sam­ráði við hags­munaaðila. Sú end­ur­skoðun er í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda um að efla fæðing­ar­or­lofs­kerfið. Þess er vænst að þeirri vinnu verði lokið á næsta ári og breyt­ing­ar verði sett­ar fram í nýju frum­varpi í lok árs­ins.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. nóvember 2019.