Categories
Greinar

Lengi býr að fyrstu gerð

Deila grein

29/11/2019

Lengi býr að fyrstu gerð

Í vik­unni mælti ég fyr­ir frum­varpi til laga sem fel­ur í sér leng­ingu fæðing­ar­or­lofs. Verði frum­varpið samþykkt á Alþingi mun rétt­ur for­eldra til fæðing­ar­or­lofs og fæðing­ar­styrks lengj­ast úr níu mánuðum í tólf mánuði.

10 millj­arða aukn­ing til barna­fjöl­skyldna

End­ur­reisn fæðing­ar­or­lofs­kerf­is­ins, með hækk­un há­marks­greiðslna og leng­ingu fæðing­ar­or­lofs, hef­ur frá upp­hafi verið á stefnu­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem nú sit­ur. Há­marks­greiðslur hækkuðu um síðustu ára­mót en miðað við boðaða leng­ingu og hækk­un há­marks­greiðslna má gera ráð fyr­ir að heild­ar­út­gjöld til fæðing­ar­or­lofs verði 20 millj­arðar árið 2022 sam­an­borið við 10 millj­arða árið 2017 á verðlagi hvors árs. Sem fé­lags- og barna­málaráðherra hef ég lagt gríðarlega áherslu á að leiða þetta mál til lykta og er afar ánægður að sjá nú til lands. Við vit­um öll að ung­börn­um er fyr­ir bestu að vera sem mest í um­sjá for­eldra sinna og það eiga lög­in að tryggja.

Fæðing­ar­or­lof lengt í 12 mánuði

Í frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir að leng­ing á rétti for­eldra til fæðing­ar­or­lofs komi til fram­kvæmda í tveim­ur áföng­um. Í fyrri áfanga leng­ist sam­an­lagður rétt­ur for­eldra til fæðing­ar­or­lofs eða greiðslu fæðing­ar­styrks um einn mánuð vegna barna sem fæðast, eru ætt­leidd eða tek­in í var­an­legt fóst­ur á ár­inu 2020. Þannig bæt­ist einn mánuður við sjálf­stæðan rétt hvors for­eldr­is um sig sem verður þá fjór­ir mánuðir í stað þriggja mánaða eins og nú. Þá verður sam­eig­in­leg­ur rétt­ur for­eldra til fæðing­ar­or­lofs tveir mánuður sem þeir geta skipt með sér að vild í stað þriggja mánaða líkt og nú.

Í síðari áfanga leng­ist sam­an­lagður rétt­ur for­eldra til fæðing­ar­or­lofs eða greiðslu fæðing­ar­styrks um tvo mánuði vegna barna sem fæðast, eru ætt­leidd eða tek­in í var­an­legt fóst­ur 1. janú­ar 2021 eða síðar. Þannig bæt­ist einn mánuður við sjálf­stæðan rétt hvors for­eldr­is um sig sem verður þá fimm mánuðir í stað fjög­urra mánaða. Sam­eig­in­leg­ur rétt­ur for­eldra til fæðing­ar­or­lofs verður áfram tveir mánuðir sem for­eldr­ar geta skipt með sér að vild.

Mik­il­vægt fyr­ir börn að báðir for­eldr­ar taki fæðing­ar­or­lof

Að mínu mati er sú til­hög­un á skipt­ingu fæðing­ar­or­lofs­rétt­ar milli for­eldra sem fram kem­ur í frum­varp­inu vel til þess fall­in að ná mark­miðum laga um fæðing­ar- og for­eldra­or­lof þess efn­is að tryggja rétt­indi barna til sam­vista við báða for­eldra. Eins að gera bæði kon­um og körl­um kleift að sam­ræma fjöl­skyldu- og at­vinnu­líf. Í því sam­bandi má nefna að niður­stöður rann­sókna á ís­lenska fæðing­ar­or­lofs­kerf­inu benda til þess að ábyrgð vegna umönn­un­ar barna sé nú jafn­ari milli for­eldra en áður var og því ber að fagna.

Fæðing­ar­or­lofs­kerfið á að vera þannig upp­byggt að við sem sam­fé­lag leggj­um áherslu á að þeir sem eiga rétt inn­an þess nýti rétt­inn og nýti hann til fulls. Þannig náum við þeim ár­angri sem stefnt er að með þess­um rétt­ind­um og tryggj­um hags­muni barna.

Fæðing­ar­or­lofs­lög­gjöf­in 20 ára – heild­ar­end­ur­skoðun

Árið 2020 verða tutt­ugu ár liðin frá gildis­töku lag­anna og þykir sam­hliða leng­ingu og hækk­un há­marks­greiðslna tíma­bært að taka þau til heild­ar­end­ur­skoðunar. Sér­stök nefnd hef­ur það hlut­verk með hönd­um og er stefnt að því að hún ljúki störf­um næsta haust. Lög­in voru á marg­an hátt bylt­ing­ar­kennd á sín­um tíma enda var Ísland fyrsta landið í heim­in­um til að veita feðrum og mæðrum jafn­an sjálf­stæðan rétt til fæðing­ar­or­lofs. Nú er hins veg­ar kom­inn tími til að end­ur­skoða ýmis ákvæði þeirra í takt við tím­ann.

Jafn­framt þarf að huga að því hvað tek­ur við þegar rétti for­eldra til fæðing­ar­or­lofs lýk­ur og hef ég hafið sam­tal við sveit­ar­fé­lög­in um að unnið verði að því að tryggja að börn­um bjóðist dvöl á leik­skóla við tólf mánaða ald­ur. Í mín­um huga er al­veg ljóst að þetta tvennt verður að hald­ast í hend­ur. Áfram veg­inn fyr­ir börn­in.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. nóvember 2019.