Categories
Greinar

Táknmál er opinbert mál

Deila grein

06/02/2020

Táknmál er opinbert mál

Nú í fe­brú­ar fagn­ar Fé­lag heyrn­ar­lausra 60 ára af­mæli. Fé­lagið er bar­áttu- og hags­muna­fé­lag sem veit­ir hvers kon­ar ráðgjöf og álit er snúa að mál­efn­um heyrn­ar­lausra. Menn­ing og saga heyrn­ar­lausra er stór­brot­in og saga mik­ill­ar bar­áttu fyr­ir til­veru­rétti sín­um. En heyrn­ar­laus­ir eru málm­inni­hluta­hóp­ur með merki­lega sögu og ríka menn­ingu en þurfa því miður að reiða sig mikið á túlka í sín­um sam­skipt­um í sam­fé­lag­inu þar sem þeirra tungu­mál er lítt þekkt í ís­lensku sam­fé­lagi.

Bar­áttu­saga þeirra er merki­leg og hreint ótrú­leg og bar­átt­an fyr­ir tungu­máli þeirra hef­ur ekki verið áfalla­laus í gegn­um tíðina. Í ára­tugi var tákn­málið bannað og það var ekki fyrr en árið 1980 að það var leyft aft­ur. Árið 2011 var tákn­málið lög­leitt sem fyrsta mál heyrn­ar­lausra, heyrn­ar­skertra og dauf­blindra og aðstand­enda þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tján­ing­ar og sam­skipta. Þar með skuld­bundu stjórn­völd sig til að hlúa að því og styðja. Þarna var mik­il­væg­um áfanga náð.

Mörg bar­áttu­mál

Þó þess­um áfangi sé náð eru bar­áttu­mál­in mörg. Þrátt fyr­ir að tákn­málið sé op­in­bert mál hér á landi er lít­il sem eng­in fræðsla eða kennsla í skól­um lands­ins. Lítið sem ekk­ert er gert til að kynna og kenna ís­lenskt tákn­mál sem og menn­ingu og sögu heyrn­ar­lausra fyr­ir nem­end­um en það er með þetta eins og svo margt annað að með því að auka fræðslu í sam­fé­lag­inu myndu for­dóm­ar minnka og auk­inn skiln­ing­ur yrði á þörf­um ná­ung­ans. Textun og túlk­un á sjón­varps­efni er gríðarlega ábóta­vant í ís­lensku sam­fé­lagi. En það myndi koma mjög mörg­um til góða ef þessi ein­falda þjón­usta stæði til boða bæði heyrn­ar­laus­um og heyrn­ar­skert­um börn­um sem og öðrum (svo sem inn­flytj­end­um, börn­um sem eru að læra staf­setn­ingu og fleir­um). Þeir sem lifa ekki og hrær­ast í ná­lægð við döff sam­fé­lagið þekkja sjaldn­ast þetta stór­kost­lega ís­lenska mál sem á er­indi við alla, vegna þess hversu skemmti­legt og opið það er. Þess vegna eru heyrn­ar­laus­ir háðir túlkaþjón­ustu í sínu hvers­dags­lega lífi.

Tákn­mál er ekki einka­mál

Tákn­mál er ekki einka­mál heyrn­ar­lausra, held­ur er það tungu­mál stórs hóps og op­in­bert mál hér á landi og ætti auðvitað að vera gert hærra und­ir höfði held­ur en nú er gert. Öll op­in­ber þjón­usta ætti að huga bet­ur að þessu.

Ég vil nota tæki­færið og færa Fé­lagi heyrn­ar­lausra árnaðarósk­ir í til­efni þess­ara tíma­móta og þakka þeim þeirra bar­áttu fyr­ir rétt­ind­um þessa málm­inni­hluta­hóps.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. febrúar 2020.