„Gaman að sjá að sveitarfélög vítt og breitt um landið eru að auglýsa störf í tengslum við nýsköpun og atvinnuþróun í heimahéraði. Þetta kallar námsmenn heim og eykur möguleika á að ný tækifæri skapist og fjölbreytni eykst í atvinnulífi úti á landi,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, í færslu á Facebook í dag.
Hér er Halla Signý að vísa til auglýsingar atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra um umsóknir um styrki til að stuðla að og styrkja frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu.
Markmið atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Áherslur lúta að verkefnum sem stuðlað geta að auknum umsvifum, betri afkomu og rekstri fyrirtækja og þróun og nýsköpun í atvinnulífi í Húnaþingi vestra.
Styrkir sem veittir eru úr atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra eru fyrst og fremst verkefna- og framkvæmdastyrkir, ekki rekstrarstyrkir eða styrkir til að mæta opinberum gjöldum eða greiða skuldir.
Categories
Nýsköpun og atvinnuþróun í héraði skapa störf!
05/05/2020
Nýsköpun og atvinnuþróun í héraði skapa störf!