„Dropinn holar steininn, en á mánudag samþykkti Alþingi tillögu mína um Náttúrustofur“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, í yfirlýsingu á Facebook í dag.
„Með henni er umhverfis- og auðlindaráðherra falið að koma á fót starfshópi til að meta reynsluna af starfi náttúrustofa og kanna hvort hagkvæmt sé að náttúrustofur taki formlega að sér fleiri svæðisbundin verkefni en þær hafa nú með höndum.
Starfshópnum verði falið að móta leiðir til að styrkja samstarf náttúrustofa og stofnana ríkisins í þeim tilgangi að nýta fjármagn til þekkingaröflunar og vöktunar á náttúru landsins sem best og til að auka skilvirkni í samstarfi um náttúruvernd,“ segir Líneik Anna.
Líneik Anna þakkar þakkar meðflutningsmönnum sínum í gegnum tíðina og samstarfsfólki í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.