Categories
Greinar

Stóra stökkið í samgöngum

Deila grein

01/07/2020

Stóra stökkið í samgöngum

Ný­samþykkt sam­göngu­áætlun sem nær til ár­anna 2020-2034 er stórt stökk í sam­göng­um á Íslandi. Þetta er ein mik­il­væg­asta áætl­un sem ríkið stend­ur að enda er sam­göngu­kerfið, vega­kerfið, flug­vell­ir og hafn­ir, lík­lega stærsta eign ís­lenska rík­is­ins, metið á tæpa 900 millj­arða króna. Aldrei áður hef­ur jafn­mikl­um fjár­mun­um verið varið til sam­gangna og gert er í þess­ari áætl­un sem á eft­ir að skila sér í ör­ugg­ari og greiðari um­ferð um allt land.

Stóra byggðastefn­an

Í ná­granna­lönd­um okk­ar er stund­um talað um stóru byggðastefn­una þegar rætt er um sam­göngu­áætlan­ir land­anna. Í sam­göngu­áætlun fel­ast enda gríðarlega mikl­ir hags­mun­ir fyr­ir sam­fé­lög­in vítt og breytt um landið. Efna­hags­leg­ir hags­mun­ir eru líka mjög mikl­ir því all­ar stytt­ing­ar á leiðum inn­an og milli svæða fela í sér þjóðhags­leg­an sparnað.

Skoska leiðin – niður­greiðsla á far­gjöld­um

Sam­göngu­áætlun­in sem ég lagði fram í lok árs­ins 2019 og var samþykkt á Alþingi á mánu­dag mark­ar að mörgu leyti tíma­mót. Inn­an henn­ar er fyrsta flug­stefna sem gerð hef­ur verið á land­inu þótt flug á Íslandi hafi átt ald­araf­mæli á síðasta ári. Eitt af stóru mál­un­um er að í haust hef­ur það sem í dag­legu tali hef­ur verið nefnt „skoska leiðin“ göngu sína. Í henni felst að ríkið mun greiða niður hluta af flug­far­gjaldi þeirra sem búa á lands­byggðinni. Það er mikið rétt­læt­is­mál að þeir sem búa fjarri höfuðborg­inni og vilja og þurfa að sækja þjón­ustu þangað fái niður­greiðslur á ferðum sín­um með flugi. Þetta er mik­il­vægt skref í því að jafna aðstöðumun þeirra sem búa ann­ar staðar en á suðvest­ur­horn­inu.

Greiðar og góðar sam­göng­ur fyr­ir alla ferðamáta

Inn­an sam­göngu­áætlun­ar er einnig sér­stök áætl­un um al­menn­ings­sam­göng­ur milli lands­hluta. Þar er líka mik­il áhersla á upp­bygg­ingu, göngu- og hjóla­stíga og reiðvega. Er því mik­il áhersla lögð á alla far­ar­máta til að mæta kröf­um sem flestra um greiðar og góðar sam­göng­ur.

Sam­vinnu­verk­efni flýta fram­förum

Sam­hliða sam­göngu­áætlun voru líka samþykkt lög um sam­vinnu­verk­efni í sam­göng­um sem byggja á Hval­fjarðarganga­mód­el­inu. Þau verk­efni sem falla und­ir lög­gjöf­ina eru ný brú yfir Ölfusá ofan Sel­foss, lág­lendis­veg­ur og göng í gegn­um Reyn­is­fjall, ný brú yfir Horna­fjarðarfljót, nýr veg­ur yfir Öxi, önn­ur göng und­ir Hval­fjörð og hin langþráða Sunda­braut. Allt eru þetta verk­efni sem fela í sér veru­lega stytt­ingu leiða og aukið ör­yggi en þeir sem vilja ekki nýta sér þessi mann­virki geta áfram farið gömlu leiðina en munu þá verða af þeim ávinn­ingi, fjár­hags­leg­um og varðandi ör­yggi.

Raf­væðing ferja og hafna

Á síðasta ári urðu þau tíma­mót að nýr Herjólf­ur hóf sigl­ing­ar milli Eyja og lands. Ekki er síst ánægju­legt að ferj­an er knú­in raf­magni, svo­kölluð tvinn-ferja. Áfram verður hlúð að al­menn­ings­sam­göng­um með ferj­um. Mik­il fjár­fest­ing verður í höfn­um víða um land og áhersla lögð á að búa þær búnaði til að skip geti tengst raf­magni til að vinna gegn óþarfa út­blæstri.

Tíma­mót í sam­göng­um á höfuðborg­ar­svæðinu

Að síðustu vil ég nefna að með sam­göngu­áætlun og samþykkt laga um stofn­un hluta­fé­lags um upp­bygg­ingu sam­göngu­innviða höfuðborg­ar­svæðis­ins er stigið stærsta skref sem stigið hef­ur verið í upp­bygg­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu. Eru þær fram­kvæmd­ir byggðar á sam­göngusátt­mála rík­is­ins og sex sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu sem und­ir­ritaður var í fyrra. Með hon­um var höggvið á þann hnút sem hef­ur verið í sam­skipt­um rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna á höfuðborg­ar­svæðinu og komið hafði í veg fyr­ir al­vöru­upp­bygg­ingu á svæðinu. Sátt­mál­inn mark­ar tíma­mót sem mun skila sér í greiðari sam­göng­um, hvort sem litið er á fjöl­skyldu­bíl­inn, al­menn­ings­sam­göng­ur eða gang­andi og hjólandi um­ferð.

Ég bið alla um að fara var­lega í um­ferðinni í sum­ar og sýna til­lit þeim fjöl­mörgu sem vinna við upp­bygg­ingu og end­ur­bæt­ur á veg­un­um. Góða ferð á ís­lensku ferðasumri.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra og formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 1. júní 2020.